Í dag (5. Maí 2025) klukkan 21:14 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 til Mw5,3 í eldstöðinni Bárðarbungu. Mismunandi stærðir eru hjá þessum aðilum, Veðurstofa Íslands er með Mw4,8, EMSC er með stærðina Mw5,1 og síðan er USGS með stærðina Mw5,3. Ég veit ekki hver er munurinn sem veldur þessum stærðarmun á þessum jarðskjálfta.

Þessi jarðskjálftavirkni stafar af þenslu í eldstöðinni Bárðarbungu sem hefur verið í gangi síðan eldgosinu lauk þar þann 27. Febrúar 2015. Það má reikna með svona jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu á nokkura mánaða fresti.