Í dag (30. Janúar 2023) klukkan 19:55 UTC (20:55 CET) varð jarðskjálfti með stærðina mb5,2 suður af Möltu. Þessi jarðskjálfti fannst á Möltu vegna nálægðar en ég held að ekkert tjón hafi orðið, þar sem fjarlægðin hafi verið nógu mikil til þess að forða slíku. Samkvæmt tilkynningum til EMSC, þá fannst þessi jarðskjálfti greinilega á Möltu.
Þetta er ekki fyrsti jarðskjálftinn af þessari stærð á þessu svæði og þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð. Þar sem ég tel að hugsanlega sé kvika eða eldstöð að valda þessari jarðskjálftavirkni á þessu svæði en mig skortir þekkingu á þessu svæði til þess að vera viss hvað er að gerast þarna. Kort, sem eru ágæt af sjávarbotninum á þessu svæði sýna ekki neitt sérstakt og ekkert sérstakt landslag á sjávarbotninum á þessu svæði.
Upplýsingar um jarðskjálftann er að finna hérna á vefsíðu EMSC.