Staðan í jarðskjálftahrinunni í Nöfum austan við Grímsey

Hérna er nýjustu upplýsingar um jarðskjálftahrinuna í Nöfum austan við Grímsey (það er engin Global Volcanism Program síða). Í gær (19-Mars-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,2. Aðrir jarðskjálftar fyrir og eftir þennan jarðskjálfta voru minni að stærð. Það virðist sem að meira en 200 jarðskjálftar hafi orðið í þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan í gær í Nöfum austan Grímseyjar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin hefur stöðvast á þessu svæði núna og það hafa ekki orðið jarðskjálftar síðustu klukkutímana. Miðað við þróunina í fyrra þá varði jarðskjálftavirkni þarna í nokkrar vikur og fór ekki að draga úr jarðskjálftavirkninni fyrr en hámarki var náð. Það er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst í jarðskjálftavirkni á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina austur af Grímsey (Tjörnesbrotabeltið)

Síðastliðna nótt (18-Mars-2019) hófst jarðskjálftahrina austan við Grímsey í eldstöðinni sem kallast Nafir (enginn Global Volcanism Program síða). Það eina sem er að finna um þetta svæði á GVP er um elstöðina sem er suður af þessari eldstöð (GVP síða hérna). Eldstöðin Nafir er ekki með neina skráð eldgos síðustu 10.000+ ár. Það er möguleiki á því að þetta sé rangt vegna skorts á rannsóknum. Árið 2018 varð mjög sterk jarðskjálftahrina á þessu sama svæði og hægt er að lesa greinar sem tengjast þeirri jarðskjálftahrinu hérna. Jarðskjálftahrinan þann 19 Febrúar 2018 leit svona út eins og hægt er að sjá í greininni hérna. Sú jarðskjálftavirkni sem er núna að koma fram bendir til þess að hugsanlega verði endurtekning á þessari virkni núna en aðeins tíminn mun leiða það í ljós hvað gerist en vísbendingar eru sterkar í þessa áttina. Jarðskjálftavirkni á þessu svæði er flókin og erfitt að segja til um hvað gerist næst og þessi jarðskjálftavirkni á sér stað í sigdal.


Jarðskjálftavirknin austur af Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið hingað til var með stærðina 3,3 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Eins og stendur hafa 55 jarðskjálftar komið fram. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þó svo að fáir jarðskjálftar komi fram eins og stendur.

Styrkir

Ég minni á að hægt er að styrkja mína vinnu hérna. Hægt er að nota PayPal eða millifæra beint inná mig, upplýsingar hvernig skal gera það er að finna á styrkir síðunni. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálftahrina suður af Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu

Síðan á Laugardag (10-Nóvember-2018) og þangað til í dag (11-Nóvember-2018) þá hefur verið jarðskjálftahrina sunnan við Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,0 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Það hafa mælst í kringum 130 jarðskjálftar hingað til. Það hafa ekki komið fram neinar tilkynningar um að þessi jarðskjálftahrina hafi fundist í byggð.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina virðist vera ennþá í gangi, jafnvel þó svo að slakað hafi á þessari jarðskjálftahrinu á síðustu klukkutímum. Það er spurning hvort að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið eða hvort að áframhald verði á þessari jarðskjálftavirkni næstu klukkutíma eða daga.

Minniháttar jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (6-Nóvember-2018) hefur verið lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 2,7 og 2,6. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan í Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina virðist að mestu leiti vera lokið eins og stendur. Það er möguleiki á því að jarðskjálftahrinan taki sig upp aftur á þessu svæði. Það er einnig möguleiki á því að ný jarðskjálftahrina byrji á þessu sama svæði. Það er ekki hægt að segja til um hvað gerist næst á Tjörnesbrotabeltinu.

Jarðskjálftahrina norður af Gjögurtá (Tjörnesbrotabeltið)

Klukkan 21:10 hófst jarðskjálftahrina norður af Gjögurtá á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hingað til var með stærðina 3,7. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram hafa verið minni að stærð hingað til. Það gæti breytst á nokkurar viðvörunar.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabelinu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina og er merktur með grænni stjörnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er aðeins um að jarðskjálftar séu rangt staðsettir á sjálfvirku jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands.

Þar sem jarðskjálftamælirinn minn í Böðvarshólum er niðri vegna bilaðrar tölvu og ég hef ekki efni á að kaupa Raspberry Shake jarðskjálftamæli (veðurþolin) þá er eingöngu hægt að sjá stærstu jarðskjálftana á jarðskjálftamælinum í Dellukoti.

Jarðskjálfti með stærðina 3,3 rúmlega 6 km norður af Gjögurtá

Í kvöld klukkan 22:44 varð jarðskjálfti með stærðina 3,3 rúmlega 6 km norður af Gjögurtá í Tjörnesbrotabeltinu. Í kjölfarið á þessum skjálfta hafa síðan komið fram minni jarðskjálftar.


Jarðskjálftavirknin norður af Gjögurtá núna í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er mjög algeng á þessu svæði. Þarna eru engar eldstöðvar og þarna hafa ekki orðið nein eldgos svo vitað sé til.

Jarðskjálfti ekki langt frá Siglufirði

Jarðskjálfti með stærðina 3,5 varð ekki langt frá Siglufirði núna í kvöld. Á þessari stundu er þetta eini jarðskjálftinn sem hefur komið fram á því svæði þar sem jarðskjálftinn varð.


Jarðskjálftinn sem varð ekki langt frá Siglufirði (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á að þarna verði frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Hinsvegar er möguleiki á að ekkert frekar gerist á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina 43 km vestur af Grímsey

Í gær (31-Mars-2018) klukkan 09:35 varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 rúmlega 43 km vestur af Grímsey. Vegna fjarlægðar frá landi þá er ólíklegt að fólk hafi orðið vart við þennan jarðskjálfta. Annar stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,6 en allir aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,2 (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er einnig jarðskjálftahrina að fara af stað rétt norðan við Gjögurtá (rauðir punktar á myndinni hérna fyrir ofan). Hingað til hefur það ekki komið af stað neinum stórum jarðskjálftum á því svæði og það er óljóst hvort að það muni gerast.

Minniháttar jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu

Síðustu nótt voru tvær jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu. Fyrri jarðskjálftahrinan var 19,9 km norð-austur af Siglufirði og var stærsti jarðskjálftinn þar 3,1.


Jarðskjálftahrinunar á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn er með græna stjörnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hin jarðskjálftahrinan varð norð-austur af Grímsey og stærsti jarðskjálftinn þar var með stærðina 2,8 en allir aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað þar voru minni að stærð. Þetta var minniháttar jarðskjálftahrina sem varð norð-austur af Grímsey.

Jarðskjálftahrina vestan við Kópasker

Í morgun (22-Febrúar-2018) klukkan 07:34 varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 vestan við Kópasker. Þessi jarðskjálfti fannst þar og allt að 90 km fjarlægð frá upptökunum.


Jarðskjálftahrinan vestan við Kópasker (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt Veðurstofunni komu fram tveir forskjálftar fram áður en aðal jarðskjálftinn varð. Það er ekki vitað hvort að þessi jarðskjálftahrina boðar frekari jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu.