Jarðskjálftahrina vestur af Langjökli

Í gær (28-September-2017) varð jarðskjálftahrina vestur af Langjökli í eldstöðvarkerfi sem er kennt við Presthnjúka. Jarðskjálftahrinan er innan þessa eldstöðvakerfis og sprungusveimsins sem er þarna. Þarna eru þekkt misgengi sem hafa verið virk á nútíma (12.000 ár).


Jarðskjálftahrinan vestur af Langjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 2,8 og 3,1 og fundist af starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækis sem er með starfsemi á þessu svæði. Ég veit ekki hvenær það gaus síðast á þessu svæði.