Jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum

Í dag varð kom fram jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Esjufjöllum. Þetta er fyrsta jarðskjálftavirknin þarna í talsverðan tíma og bendir hugsanlega til þess að meiri virkni sé að hefjast aftur í Öræfajökli. Þar sem jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum virðist auka virkni í Öræfajökli. Hvernig það virkar og afhverju er óþekkt eins og stendur.

Jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum í Vatnajökli. Sýnt með nokkrum punktum í Vatnajökli nærri suður ströndinni
Jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Esjufjöllum varð kannski árið 1927 en það er óstaðfest. Ef það eldgos varð, þá varði það aðeins í 4 til 5 daga. Þetta svæði er alveg þakið jökli þannig að eldgos þarna kemur af stað jöklumflóðum.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu hérna með PayPal. Ég er frekar blankur í September. Takk fyrir stuðninginn. 🙂