Þetta verður ekki löng uppfærsla þar sem það hafa ekki orðið miklar breytingar á eldgosinu síðustu vikuna. Hérna er yfirlit yfir helstu breytingar sem hafa orðið. Fagradalsfjall er hluti af Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu.
- Gígurinn er hægt og rólega að lokast og kvikustrókavirkni er hætt eða orðin mjög lítil þegar þessi grein er skrifuð.
- Gígurinn er núna í kringum 100 metra hár. Dýpi hraunsins er frá 10 metrum upp í 70 metra en þykktin veltur á staðsetningu hraunsins. Það er til kort af þessu en af höfundarréttarástæðum þá get ég ekki sýnt kortið hérna.
- Flæði hraunsins er núna stöðugt og á sér ekki eingöngu stað þegar yfirflæði verður í gígnum.
- Það er hugsanlegt að hrauntjörn sé að myndast í gígnum, staðan á slíku er óljóst þegar þessi grein er skrifuð.
- Það á sér stað yfirflæði í gígnum en megin flæði hrauns á sér stað neðanjarðar í hraunrásum sem teygja sig út í hraunið og mynda hrauntjarnir sem bresta reglulega og stækka þannig jaðar hraunsins reglulega og handahófskennt.
- Í dag (11-Júní-2021) fór fólk sem verður að teljast hálfvitar útá hraunið til þess að komast á útsýnishólinn (Gónhól) og síðan fór ein manneskja að ganga í brekkum gígsins og varð næstum því undir hrauni þegar hraunflóð fór af stað. Hægt er að sjá myndband af því hérna á vefsíðu Morgunblaðsins. Hraunflæðið er rúmlega í mannshæð og ef manneskja fer undir hraun þá er ekkert hægt að bjarga viðkomandi.
- Á meðan yfirborð hraunsins er einöngu frá 50C til 100C þá þarf ekki að fara mjög djúpt til þess að komast í hraun sem er 900C og ef farið er inn í hraunrás þá er hraunið þar rúmlega 1100 gráðu heitt.
- Í gær (10-Júní-2021) varð breyting í óróanum og eldgosinu sem heldur áfram. Þetta er vísbending um hugsanlega varanlega breytingu á eldgosinu. Hvað þetta þýðir er óljóst eins og er.
Það eru engar frekari upplýsingar eins og er. Næsta uppfærsla ætti að eiga sér stað þann 18-Júní-2021 ef ekkert gerist í þessu eldgosi. Annarstaðar á Íslandi er rólegt eins og er.