Óstaðfestar fregnir um öskuský út af ströndinni við Krýsuvík (Krísuvíkurberg)

Þetta er möglega röng tilkynning. Það kom í gærkvöldi (7-Ágúst-2021) tilkynning um að sést hefði í öskuský eða gufubólstra útaf ströndinni við eldstöðina Krýsuvík-Trölladyngja.

Öskuský eða gufuský myndi benda til þess að eldgos væri hafið úti af ströndinni eða úti í sjó. Eldgos úti í sjó býr til miklu meiri óróa sem kemur miklu betur fram á SIL stöðvum sem eru næst slíkum atburði og samkvæmt fréttum af þessu þá hefur ekkert sést á nálægum SIL stöðvum ennþá varðandi óróann. Það hafa ekki verið neinir jarðskjálftar á því svæði þar sem þessi atburður átti að hafa átt sér stað.

Landhelgisgæslan hefur verið send á svæðið til þess að athuga málið, þar sem þeir voru nálægt hvort sem er. Veðrið á þessu svæði er með ágætum þessa stundina og því ætti ekki að vera mikill öldugangur á þessu svæði. Það er þó ekki hægt að vera viss, þar sem öldur á Atlantshafinu geta komið frá svæðum þúsundum kílómetra frá Íslandi þar sem veður eru slæm.

Ef eitthvað nýtt kemur fram í fréttum. Þá mun ég annaðhvort uppfæra þessa grein eða skrifa nýja grein um stöðu mála.

Kröftug jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg

Á miðnætti þann 1-Ágúst-2021 hófst jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg. Fjarlægð þessar jarðskjálftahrinu frá landi er í kringum 220 km frá Reykjavík og 190 km frá Grindavík. Í þessari fjarlægð þá eru staðsetningar Veðurstofu Íslands ekki nákvæmar. Þessi jarðskjálftahrina er mjög líklega ennþá í gangi.

Grænar stjörnur fara suður með Reykjaneshrygg þar sem stærstu jarðskjálftanir hafa verið að koma fram. Jarðskjálftanir dreifast um kortið vegna ónákvæma staðsetninga
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Staðsetningar eru ekki nákvæmar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa mælst þegar þessi grein er skrifuð voru með stærðina Mw5,2 samkvæmt EMSC. Stærðir hinna jarðskjálftana hafa verið frá Mw4,0 til Mw4,8. Hægt er að sjá yfirlit yfir þessa jarðskjálftavirkni hérna á vefsíðu EMSC. Þessi slóð virkar þegar ég skrifa þessa grein, hversu lengi þessi slóð um virka veit ég ekki.

Fjarlægð þessara jarðskjálfta kemur í veg fyrir að hægt sé að sjá hvort að hérna sé bara um að ræða hefðbundna brota jarðskjálfta eða hvort að kvika sé að valda þessum jarðskjálftum. Hvernig þessir jarðskjálftar eru að koma fram bendir til þess að hugsanlega sé kvika að valda þeim en það er engin leið til þess að staðfesta það. Þó svo að þarna verði eldgos á þessum stað þá er dýpi sjávar slíkt að það mun engu breyta fyrir yfirborðið. Þar sem dýpi sjávar þarna er meira en 1 km en ég veit ekki nákvæmlega hversu mikið dýpi er þarna á þessu svæði.