Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Ljósufjöllum

Í gær (16. Janúar 2025) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Ljósufjöllum. Þarna hafa verið reglulegar jarðskjálftahrinu frá árinu 2020 eða 2021. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,2.

Græn stjarna sýnir stærsta jarðskjálftann í eldstöðinni Ljósufjöllum og síðan punktar sem sýna minni jarðskjálftana. Þetta er á vestanverðu landinu, í fjöllum og afskekkt.
Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Ljósufjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina raðaði sér upp á misgengi sem eru þarna á svæðinu. Það er ný þróun á þessu svæði miðað við fyrri jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Dýpi jarðskjálftana hefur einnig verið að minnka og er núna komið í 14 km. Dýpið var í 17 til 23 km fyrir nokkru síðan. Miðað við jarðskjálftana, þá er magn kvikunnar mjög lítið og það þýðir að eldgos er ólíklegt. Kvikan festist frekar í jarðskorpunni og kólnar þar. Hinsvegar ef magn kvikunnar eykst, þá aukast líkunar á eldgosi á þessu svæði. Þetta gæti hinsvegar tekið mörg ár ef ekki áratugi þangað til að eitthvað gerist eins og þetta er núna. Hröð breyting á stöðu mála virðist vera ólíkleg þegar þessi grein er skrifuð.

Stærsti jarðskjálfti í eldstöðinni Ljósufjöllum síðan mælingar hófust

Í gær (18. Desember 2024) klukkan 22:50 varð stærsti jarðskjálfti í eldstöðinni Ljósufjöll síðan nútímamælingar hófust á Íslandi. Þessi jarðskjálfti fannst í Borgarnesi, Akrarnesi og síðan í öðrum bæjum á þessu sama svæði. Stærð þessa jarðskjálfta var Mw3,2 og dýpið var 18 km. Ástæða þessar jarðskjálftavirkni er innskotavirkni kviku á þessu svæði á þessu dýpi.

Græn stjarna og síðan bláir og appelsínugulir punktar sem sýna minni jarðskjálfta á þessu sama svæði.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Ljósufjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og staðan er núna. Þá er mjög ólíklegt að það verði eldgos í eldstöðinni Ljósufjöllum. Á síðustu mánuðum, þá hefur dýpi jarðskjálfta á þessu svæði ekki breyst mjög mikið og það er núna frá 15 til 25 km. Jarðskorpan á þessu svæði er einnig þykkari og þéttari heldur en á öðrum svæðum á Íslandi. Því þarf meiri kviku til þess að brjótast upp á yfirborðið. Þegar þessi grein er skrifuð, þá hefur þessi breyting ekki orðið síðan jarðskjálftavirkni hófst á þessu svæði. Því meiri kvika sem kemur þarna inn mun auka jarðskjálftavirknina á þessu svæði. Eftir því sem meiri kvika kemur þarna inn í jarðskorpuna, þá mun það auka jarðskjálftavirknina á þessu svæði. Eins og þetta er núna, þá virðist sem að það magn kviku sem hefur komið inn í jarðskorpuna þarna vera mjög lítið og þetta magn er ekki fært um að brjóta sér leið upp á yfirborðið.

Jarðskjálftavirkni í Ljósufjöllum

Í dag (26-Júlí-2021) klukkan 16:35 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 átti sér stað í eldstöðinni Ljósufjöll. Það varð jarðskjálfti sem varð aðeins áður klukkan 15:44 með stærðina Mw2,2.

Rauður punktur sýnir jarðskjálftavirknina í eldstöðinni í Ljósufjöllum á vesturhluta Íslands.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Ljósufjöll. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessu svæði er einnig brotasvæði sem er á milli Snæfellsnes og Langjökuls. Þetta brotasvæði er venjulega ekki mjög virkt og það verða þarna eingöngu jarðskjálftahrinur á nokkura áratuga fresti eða sjaldnar. Jarðskjálftavirknin sem á sér núna stað er innan eldstöðvarinnar Ljósufjöll. Jarðskjálftavirknin byrjaði þarna í Maí-2021. Eins og þetta er núna þá er of snemmt til þess að vita hvort að þetta þýðir eitthvað. Þar sem þetta gætu bara verið jarðskjálftar og ekkert meira, jafnvel þó að þessi jarðskjálftavirkni sé að eiga sér stað í eldstöð.