Jarðskjálftavirkni í Ljósufjöllum

Í dag (26-Júlí-2021) klukkan 16:35 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 átti sér stað í eldstöðinni Ljósufjöll. Það varð jarðskjálfti sem varð aðeins áður klukkan 15:44 með stærðina Mw2,2.

Rauður punktur sýnir jarðskjálftavirknina í eldstöðinni í Ljósufjöllum á vesturhluta Íslands.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Ljósufjöll. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessu svæði er einnig brotasvæði sem er á milli Snæfellsnes og Langjökuls. Þetta brotasvæði er venjulega ekki mjög virkt og það verða þarna eingöngu jarðskjálftahrinur á nokkura áratuga fresti eða sjaldnar. Jarðskjálftavirknin sem á sér núna stað er innan eldstöðvarinnar Ljósufjöll. Jarðskjálftavirknin byrjaði þarna í Maí-2021. Eins og þetta er núna þá er of snemmt til þess að vita hvort að þetta þýðir eitthvað. Þar sem þetta gætu bara verið jarðskjálftar og ekkert meira, jafnvel þó að þessi jarðskjálftavirkni sé að eiga sér stað í eldstöð.