Í gær (24-Júlí-2021) og í dag (25-Júlí-2021) hefur verið aukning í jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það er ekki ljóst hvað er að valda þessari aukningu á jarðskjálftum í Kötlu. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa komið fram voru með stærðina Mw2,6.
Einn af þeim möguleikum sem gæti hafa komið þessari jarðskjálftavirkni af stað er ef að katlar innan Mýrdalsjökuls hafa verið að tæma sig af vatni og þá fellur þrýstingur hratt sem kemur af stað jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Ég veit ekki hvort að það hefur verið það sem gerðist núna. Það hinsvegar tekur vatnið úr kötlum Mýrdalsjökuls nokkra klukkutíma að ná niður í jökulár á svæðinu ef þetta er það sem gerðist. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa á jarðskjálftamælum í kringum Kötlu í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni.