Frá 22-Júlí-2021 hefur verið jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálftavirkni hefur að mestu leiti verið í austur hluta öskju Kötlu og stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst var með stærðina Mw3,0.
Það hefur ekki orðið nein breyting á óróanum í Kötlu í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni sem bendir sterklega til þess að hérna sé eingöngu um að ræða venjulega jarðskjálftavirkni sem tengist sumrinu. Jarðskjálftavirkni er einnig of lítil til þess að hérna sé um virkni sem bendir til hættu af eldgosi. Það gæti þó breyst ef jarðskjálftavirknin breytist og verður stærri.