Kröftugir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Það er orðið mjög langt síðan ég skrifaði um eldstöðina Bárðarbungu. Það er því kominn tími á nýja grein.

Þann 27-Júlí-2021 klukkan 19:02 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,9 í Bárðarbungu. Þegar klukkan varð 22:12 þá kom fram annar jarðskjálfti sem var með stærðina Mw4,5. Samkvæmt vefsíðu EMSC þá var stærð þessa jarðskjálfta mb4,8. Hægt er að lesa þær upplýsingar hérna.

Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu er sýnd með tveim grænum stjörnum. Önnur stjarnan er í vestur hluta öskjunnar en hin græna stjarnan er í austari hluta öskjunnar.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknina í Bárðarbungu má rekja til þess að kvika er að flæða inn í kvikuhólfið sem er í Bárðarbungu og er eldstöðin að þenjast út. Þetta mun enda með eldgosi en ekki er hægt að segja til um hvenær það gerist.