Jarðskjálfti með stærðina Mw7,5 í suður Tyrklandi

Í dag (06. Febrúar 2023) klukkan 10:24 varð jarðskjálfti með stærðina Mw7,5 í suður Tyrklandi. Þessi jarðskjálfti varð innan 12 tíma frá því að jarðskjálfti með stærðina Mw7,8 varð 50 km sunnar miðað við þennan jarðskjálfta. Þetta gæti verið eftirskjálfti en það er óljóst á þessari stundu. Samkvæmt USGS (upplýsingar frá CNN) þá geta allt að 10.000 manns hafa látist í þessum jarðskjálftum vegna staðsetningar þessa jarðskjálfta. Það er hætta á því að raunveruleg tala látinna sé mun hærri. Samkvæmt fréttum þá hafa einnig 582 manns látist í Sýrlandi vegna jarðskjálftans. Það er mjög mikil eftirskjálftavirkni á þessu svæði núna. Annar stærsti eftirskjálftinn var með stærðina Mw6,7 klukkan 01:28 UTC.

Appelsínugulir punktar sem sýna jarðskjálftana í þessari jarðskjálftahrinu sem er hafin í Tyrklandi. Stærð punktanna fer eftir stærð jarðskjálftana og það er mikið af litlum og einn mjög stór hringur á kortinu.
Jarðskjálftavirknin í Tyrkland á korti frá USGS. Mynd frá USGS/Almenningur.

Upplýsingar um jarðskjálftans með stærðina Mw7,5 er að finna hérna á vefsíðu EMSC og síðan hérna á vefsíðu USGS. Upplýsingar um jarðskjálftann með stærðina Mw6,7 er að finna hérna á vefsíðu EMSC.

Uppfærsla (klukkan 23:42)

USGS er búið að staðfesta að þetta er eftirskjálfti í þessari jarðskjálftavirkni í Tyrklandi.

Jarðskjálfti með stærðina Mw7,8 í suður Tyrklandi

Í dag (6. Febrúar 2023) klukkan 01:17 UTC varð jarðskjálfti með stærðina Mw7,8 í suður Tyrklandi. Það má reikna með miklu tjóni í kjölfarið á þessum jarðskjálfta sem fannst yfir mjög stórt svæði. Vegna þess hversu hátt rafmagnsverð er í Danmörku, þá hef ég ekki getað keyrt jarðskjálftamælinn minn undanfarið og mældi því ekki þennan jarðskjálfta. Jarðskjálfti með þessa stærð mældist um alla Evrópu, bæði á jarðskjálftamæla hjá vísindamönnum og borgalegum vísindamönnum.

Upplýsingar frá EMSC er að finna hérna og upplýsingar frá USGS er að finna hérna. Tenglar gætu hætt að virka án viðvörunnar.

Jarðskjálfti með stærðina mb5,2 í Miðjarðarhafinu, suður af Möltu

Í dag (30. Janúar 2023) klukkan 19:55 UTC (20:55 CET) varð jarðskjálfti með stærðina mb5,2 suður af Möltu. Þessi jarðskjálfti fannst á Möltu vegna nálægðar en ég held að ekkert tjón hafi orðið, þar sem fjarlægðin hafi verið nógu mikil til þess að forða slíku. Samkvæmt tilkynningum til EMSC, þá fannst þessi jarðskjálfti greinilega á Möltu.

Þetta er ekki fyrsti jarðskjálftinn af þessari stærð á þessu svæði og þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð. Þar sem ég tel að hugsanlega sé kvika eða eldstöð að valda þessari jarðskjálftavirkni á þessu svæði en mig skortir þekkingu á þessu svæði til þess að vera viss hvað er að gerast þarna. Kort, sem eru ágæt af sjávarbotninum á þessu svæði sýna ekki neitt sérstakt og ekkert sérstakt landslag á sjávarbotninum á þessu svæði.

Upplýsingar um jarðskjálftann er að finna hérna á vefsíðu EMSC.

Jarðskjálfti með stærðina Mw5,9 í eystri hluta Miðjarðarhafsins

Á meðan það er rólegt á Íslandi. Þá ætla ég að skrifa um jarðskjálftavirkni í Evrópu og heiminn allan. Ég hef ekki næga þekkingu til þess að skrifa um eldgos sem eru að eiga sér stað víðsvegar um heiminn. Ég mun skrifa um jarðskjálfta sem eru með stærðina Mw5,0 í Evrópu eða stærri og síðan með stærðina Mw6,0 eða stærri í restinni af heiminum. Ég mun halda áfram að skrifa þessar greinar á meðan það er rólegt á Íslandi. Þessar greinar verða stuttar og ekkert mjög nákvæmar eða með mikið af upplýsingum.

Í dag (25. Janúar 2023) klukkan 12:37 UTC (staðartími 14:37 EET) jarðskjálfti með stærðina Mw5,9 varð undan strönd Grikklands og Tyrklands í eystri hluta Miðjarðarhafsins. Samkvæmt tilkynningum til EMSC þá fannst þessi jarðskjálfti á stóru svæði en ég veit ekki hvort að eitthvað tjón hafi orðið. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu EMSC hérna.

Jarðskjálftar á þessu svæði í eystri hluta Miðjarðarhafsins verða þegar sjávarbotn Afríkuflekans treðst undir Evrópasíuflekans á þessu svæði. Listi yfir jarðskorpufleka á Jörðinni er að finna hérna (Wikipedia).