Jarðskjálfti með stærðina Mw7,5 í suður Tyrklandi

Í dag (06. Febrúar 2023) klukkan 10:24 varð jarðskjálfti með stærðina Mw7,5 í suður Tyrklandi. Þessi jarðskjálfti varð innan 12 tíma frá því að jarðskjálfti með stærðina Mw7,8 varð 50 km sunnar miðað við þennan jarðskjálfta. Þetta gæti verið eftirskjálfti en það er óljóst á þessari stundu. Samkvæmt USGS (upplýsingar frá CNN) þá geta allt að 10.000 manns hafa látist í þessum jarðskjálftum vegna staðsetningar þessa jarðskjálfta. Það er hætta á því að raunveruleg tala látinna sé mun hærri. Samkvæmt fréttum þá hafa einnig 582 manns látist í Sýrlandi vegna jarðskjálftans. Það er mjög mikil eftirskjálftavirkni á þessu svæði núna. Annar stærsti eftirskjálftinn var með stærðina Mw6,7 klukkan 01:28 UTC.

Appelsínugulir punktar sem sýna jarðskjálftana í þessari jarðskjálftahrinu sem er hafin í Tyrklandi. Stærð punktanna fer eftir stærð jarðskjálftana og það er mikið af litlum og einn mjög stór hringur á kortinu.
Jarðskjálftavirknin í Tyrkland á korti frá USGS. Mynd frá USGS/Almenningur.

Upplýsingar um jarðskjálftans með stærðina Mw7,5 er að finna hérna á vefsíðu EMSC og síðan hérna á vefsíðu USGS. Upplýsingar um jarðskjálftann með stærðina Mw6,7 er að finna hérna á vefsíðu EMSC.

Uppfærsla (klukkan 23:42)

USGS er búið að staðfesta að þetta er eftirskjálfti í þessari jarðskjálftavirkni í Tyrklandi.