Lítil jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í dag (7. Febrúar 2023) hófst lítil jarðskjálftahrina í eldstöðinni Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina hófst klukkan 11:21 með jarðskjálfta sem var með stærðina Mw3,2 og varði til klukkan 12:02. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram í þessari jarðskjálftahrinu voru minni að stærð.

Græn stjarna og rauðir punktar í vestanverðum Vatnajökli. Nokkrir rauðir punktar eru einnig á sama svæði sem sýna minni jarðskjálfta í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út mjög hratt. Miðað við það sem gerðist áður en eldgosið árin 2014 til 2015 áttu sér stað, þá mun öll jarðskjálftavirkni stöðvast í lengri tíma þegar Bárðarbunga verður tilbúin í næsta eldgos. Á meðan jarðskjálftavirkni á sér stað í eldstöðinni Bárðarbungu, þá þýðir það að eldstöðin er ennþá að undirbúa sig fyrir næsta eldgos.