Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og því geta upplýsingar breyst snögglega og án viðvörunnar. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst sjálfvirkt var með stærðina Mw3,7 þegar þessi grein er skrifuð. Á þessari stundu hafa um 30 til 40 jarðskjálftar átt sér stað en sú tala gæti breyst snögglega. Þessi jarðskjálftahrina ber þess merki að þarna sé kvikuinnskot á ferðinni en það er engin góð leið til þess að staðfesta það ennþá, þar sem merkin eru ennþá ekki augljós.
Þessi jarðskjálftahrina er í eldstöðinni Reykjanes, sú eldstöð er bæði á þurru landi og nær út í sjó og því geta þarna orðið ösku og hraungos á sama tíma ef það fer að gjósa. Hingað til hefur eldstöðin Reykjanes aðeins verið með jarðskjálftahrinur og kvikuinnskot. Hvenær það breytist er ekki hægt að segja til um.