Yfirlit yfir jarðskjálftavirkina á Íslandi síðustu daga

Það hefur verið lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi síðustu daga. Yfir heildina hefur mjög lítið verið að gerast og rólegt á öllum helstu stöðunum þar sem yfirleitt er frekar mikil jarðskjálftavirkni. Mesta jarðskjálftavirknin sem á sér stað þessa stundina er rúmlega 340 kílómetra norður af Kolbeinsey.


Grænu stjörnurnar sýna staðsetningu jarðskjálftanna norður af Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 3,3.

Bárðarbunga

Þessa dagana er mjög rólegt í Bárðarbungu og ekki mikið að gerast. Sú jarðskjálftavirkni sem hefur átt sér stað hefur sýnt hring misgengið í eldstöðinni, þessir jarðskjálftar benda til þess að eldstöðin sé farin að þenjast út og misgengið sé farið að rísa á ný (nokkra mm á mánuði).


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Djúpir jarðskjálftar halda áfram í Trölladyngju. Það er mín skoðun að næsta eldgos verði í Trölladyngju miðað við þessa jarðskjálftavirkni. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkt eldgos yrði.

Katla

Lítil jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu undanfarið. Það er hefðbundið að jarðskjálftavirkni minnki í Kötlu á þessum tíma árs. Ég reikna með að rólegheitin haldi áfram í nokkrar vikur í viðbót.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hekla

Tveir jarðskjálftar komu fram í Heklu þann 8-Desember-2016. Engin frekari virkni kom fram í Heklu eftir það.

Reykjaneshryggur

Lítil jarðskjálftahrina átti sér stað á Reykjaneshrygg þann 8-Desember-2016. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,9.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Frekari jarðskjálftavirkni varð ekki í kringum Íslandi þessa síðustu daga. Fyrir utan einstaka jarðskjálfta sem urðu hér og þar eins og gerst stundum. Vegna hugbúnaðarvandamála hjá mér á þjóni sem ég er með og á borðvélinni minni þá gat ég ekki skrifað uppfærslur í nokkra daga um þá virkni sem átti sér stað.

Jarðskjálfti með stærðina 7,1(USGS) suður af Reykjaneshrygg

Klukkan 18:59 í dag (13-Febrúar-2015) varð jarðskjálfti með stærðina 7,1 (USGS) sunnan við Reykjaneshrygg. Samkvæmt EMSC var þessi jarðskjálfti með stærðina 6,8 (tengill). Þessi jarðskjálfti átti sér stað 1401 km suður af Reykjavík.

427196.regional.svd.13.02.2015
Staðsetning jarðskjálftans, stærð þessa jarðskjálfta var 7,1. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir EMSC.

Nokkrir forskjálftar áttu sér stað áður en stóri jarðskjálftinn varð. Þeir voru með stærðina 5,3 og 4,9 (sjálfvirk mæling). Stærsti eftirskjálftinn var með stærðina 5,3 (sjálfvirk mæling). Þar sem þessir jarðskjálftar áttu sér stað mjög langt frá landi þá ollu þeir ekki neinum skemmdum og enginn fann fyrir þeim. Búast má við frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði næstu daga og vikur.

Jarðskjálftahrina norður af Íslandi

Síðan í nótt hefur verið jarðskjálftahrina norður af Íslandi. Þessi jarðskjálftahrina er rúmlega 300 til 600 km norður af Íslandi. Allir þeir jarðskjálftar sem hafa mælst hafa haft stærðina 4.4 samkvæmt EMSC. Fleiri jarðksjálftar hafa einnig átt sér stað, en voru líklega ekki mældir af SIL mælanetinu, eða af jarðskjálftamælanetinu mínu.

326086.regional.mb4.4.svd.15.07.2013.18.37.utc
Jarðskjálfti með stærðina 4.4 samkvæmt EMSC, milli Íslands og Jan Mayen. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Nánari upplýsingar um þessa jarðskjálfta er að finna á vefsíðu EMSC hérna.

130715_1840
Jarðskjálftanir samkvæmt SIL mælaneti Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í dag hef ég verið að hafa vandamál með 3G sambandið á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum, þar sem 3G merkið á svæðinu er mjög lélegt. Það er hugsanlegt að ég reyni að laga þetta í Desember með því að setja upp 3G loftnet til þess að bæta móttökuna á 3G merkinu og koma í veg fyrir svona sambandsleysi. Ég bara vona að 3G merkið sé orðið stöðugt og þetta sambandsleysi hjá mér sé orðið úr sögunni. Hægt er að fylgjast með jarðskjálftamælunum mínum hérna.

Styrkir

Ég vil minna fólk endilega á að styrkja mig. Sérstaklega þar sem ég þarf að lifa það sem eftir er af Júlí á minna en 60 Dönskum krónum (1287 ISK), og mér þykir það frekar slæm staða að vera í. Takk fyrir stuðninginn.