Jarðskjálftahrina norður af Íslandi

Síðan í nótt hefur verið jarðskjálftahrina norður af Íslandi. Þessi jarðskjálftahrina er rúmlega 300 til 600 km norður af Íslandi. Allir þeir jarðskjálftar sem hafa mælst hafa haft stærðina 4.4 samkvæmt EMSC. Fleiri jarðksjálftar hafa einnig átt sér stað, en voru líklega ekki mældir af SIL mælanetinu, eða af jarðskjálftamælanetinu mínu.

326086.regional.mb4.4.svd.15.07.2013.18.37.utc
Jarðskjálfti með stærðina 4.4 samkvæmt EMSC, milli Íslands og Jan Mayen. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Nánari upplýsingar um þessa jarðskjálfta er að finna á vefsíðu EMSC hérna.

130715_1840
Jarðskjálftanir samkvæmt SIL mælaneti Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í dag hef ég verið að hafa vandamál með 3G sambandið á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum, þar sem 3G merkið á svæðinu er mjög lélegt. Það er hugsanlegt að ég reyni að laga þetta í Desember með því að setja upp 3G loftnet til þess að bæta móttökuna á 3G merkinu og koma í veg fyrir svona sambandsleysi. Ég bara vona að 3G merkið sé orðið stöðugt og þetta sambandsleysi hjá mér sé orðið úr sögunni. Hægt er að fylgjast með jarðskjálftamælunum mínum hérna.

Styrkir

Ég vil minna fólk endilega á að styrkja mig. Sérstaklega þar sem ég þarf að lifa það sem eftir er af Júlí á minna en 60 Dönskum krónum (1287 ISK), og mér þykir það frekar slæm staða að vera í. Takk fyrir stuðninginn.