Rólegt í jarðskjálftum þessa stundina á Íslandi

Þessa stundina er mjög rólegt á Íslandi í jarðskjálftum. Engir sérstakir jarðskjálftar hafa átt sér stað núna síðustu daga, og í gær (7-Júlí-2013) mældust aðeins tveir jarðskjálftar á öllu Íslandi samkvæmt sjálfvirka mælikrefinu. Það komu fram fleiri jarðskjálftar í handvirku mælikerfi Veðurstofu Íslands.

130707_2305
Allt rólegt á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekkert hversu lengi þessi rólegheit munu vara, en núna hafa þessi rólegheit varað í rúmlega fjórar vikur eins og stendur. Hvenar það breytist er ómögurlegt að segja til um. Toppnum á rólegheitunum var náð núna í dag. Ég nota þennan rólega tíma til þess að njóta sumarsins hérna í Danmörku, þó svo að ég sé frekar blankur eins og stendur (örokubætur frá Íslandi er ekki mikið til þess að lifa á).