Kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Fagradalsfjall

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldstöðinni Fagradalsfjall þar sem staðan er stöðugt að breytast. Þessi grein er skrifuð þann 7-Mars-2021 klukkan 23:44.

Klukkan 00:22 til rúmlega klukkan 00:42 varð óróapúls í eldstöðinni Fagradalsfjall. Þó svo að þessi óróapúls hafi aðeins varað í rúmlega 20 mínútur þá kom það af stað jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 01:00 og varði til rúmlega 04:00 og varð stærsti jarðskjálftinn klukkan 02:01 og var með stærðina Mw5,0 til Mw5,2 (USGS/EMSC). Daglega mælast um 2500 til 3000 jarðskjálftar á þessu svæði. Síðan 24-Febrúar-2021 meira en 24000 jarðskjálftar mælst í þessari jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Það er mjög mikil þensla að eiga sér stað í eldstöðinni Fagradalsfjall og það er að búa til mikla jarðskjálftavirkni bæði austan og vestan við Fagradalsfjall þar sem kvikuinnskotið er að eiga sér stað núna. Það kemur af stað stórum jarðskjálftum eins og þeim sem var með stærðina Mw5,0. Margir af þessum jarðskjálftum eru mjög nálægt bæjarfélaginu Grindavík og fólk þar er hætt að geta sofið vegna stöðugrar jarðskjálftavirkni og verða núna jarðskjálftar í nágrenni Grindavíkur á mínútu fresti.

Mjög mikil jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Fagradalsfjall. Fjöldi jarðskjálfta með stærðina yfir Mw3,0 er 68 og fjöldi minni jarðskjálfta er yfir 2600.
Mjög mikil jarðskjálftavirkni á Reykjanessi vegna virkninni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hægt að skoða þensluna í Fagradalsfjalli með því að skoða þessa hérna vefsíðu. Önnur vefsíða með GPS gögn er hægt að skoða hérna.

Það er vona á fleiri kröftugum jarðskjálftum á Reykjanesinu Ef eitthvað meiriháttar gerist þá mun ég setja inn uppfærslu eins fljótt og hægt er.

Beint vefstreymi af Keili og nágrenni

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Efstaleiti
Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Vogastapi (Rúv.is)
Keilir í beinni (mbl.is)
Óróasvæðið í beinni útsendingu (Vísir.is)
Live from Iceland
Keilir og skjálftasvæðið (YouTube)
Road camera 1
Road camera 2 (Nætursjón/Innrautt)

Uppfærð grein þann 8-Mars-2021

Morgunblaðið var að gefa út þessa hérna frétt sem sýnir skemmdir á vegum nærri HS Orku á Reykjanesi.

Mal­bik sprungið við HS Orku í Grinda­vík (mbl.is)

Grein uppfærð klukkan 01:33.


Grein uppfærð klukkan 04:39. Lagaði YouTube tengill.


Grein uppfærð klukkan 16:59 þann 8-Mars-2021. Lagaðu vefmyndavéla tengill til Rúv.is

Staðan í eldstöðinni Krýsuvík klukkan 20:31

Þetta er stutt grein þar sem staðan er stöðugt að breytast.

Ekkert eldgos er byrjað þegar þessi grein er skrifuð. Óróinn er aðeins minni núna og byrjaði að minnka um klukkan 16:00 miðað við þegar óróinn hófst klukkan 14:20 í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi órói er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það eru engin merki um sigdalinn á yfirborðinu ennþá, hinsvegar sést þessi sigdalur í GPS gögnum og gervihnattagögnum. Jarðskjálftavirkni er mjög mikil þegar þessi grein er skrifuð en flestir jarðskjálftar eru mjög litlir en það kemur inn talsvert af jarðskjálftum sem eru stærri en Mw3,0.

Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Krýsuvík. Mikið af grænum stjörnum og og rauðum punktum sem táknar nýja jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftagraf af jarðskjálftunum. Elstu jarðskjálftanir eru bláir, síðan gulir jarðskjálfar, appelsínugulir jarðskjálftar og síðan rauðir jarðskjálfta punktar
Þéttleiki jarðskjálftanna í eldstöðini Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hérna eru vefmyndavélar þar sem hægt er að horfa á beint streymi af svæðinu þar sem hugsanlegt eldgos getur orðið.

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu (Rúv.is)
YouTube Streymi

Óróapúls staðfestur í eldstöðinni Krýsuvík – Eldgos gæti verið yfirvofandi

Þessi grein er skrifuð klukkan 16:37. Þetta er stutt grein þar staðan breytist mjög hratt.

Óróapúls hefur verið greindur í eldstöðinni Krýsuvík. Ef að eldgos verður eins og búist er við þá er þetta fyrsta eldgosið í eldstöðinni Krýsuvík síðan árið 1340.

Óróaplott í Vogum sem sýnir óróann mjög vel. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaganum í eldstöðinni Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið staðfest að sigdalur er að myndast þar sem reiknað er með að eldgos verði. Þetta er á milli Keilis og Fagradalsfjalls. Það er beint streymi á YouTube af þessu svæði og hægt er að fylgjast með því hérna.

Uppfærsla klukkan 16:43

Rúv hefur sett upp vefmyndavél og hægt er að horfa á hana hérna.

Óróabreyting nærri Grímsfjalli

Það hefur orðið breyting á óróa á SIL stöðvum nærri Grímsvötnum. Þessi óróabreyting kemur fram á nokkrum SIL stöðvum næst Vatnajökli. Þessi órói er sterkastur á SIL stöðvunum Húsbónda og Jökulheimum. Það er hugsanlegt að orsök þessa óróa sé önnur en kvikhreyfing, sem dæmi jökulhlaup, hreyfing á jöklinum eða eitthvað annað. Þetta er ekki manngerður hávaði, þar sem þetta kemur fram á nokkrum SIL stöðvum samtímis.

hus.05.09.2016.at.01.29.utc
Húsbóndi SIL stöð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

jok.05.09.2016.at.01.29.utc
Jökulheimar SIL stöð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina veit ég ekki hvað er að valda þessum óróa á þessum SIL stöðvum. Þetta er ekki veðrið þar sem veður er gott á Íslandi þessa stundina. Engin breyting er á SIL stöðinni í Grísmfjalli þannig að þetta er ekki í þeirri eldstöð. Þetta er hinsvegar innan sprungusveims Grímsfjalls en þar er einnig eldstöðin Þórðarhyrna sem síðast gaus árið 1902. Upplýsingar um eldgos í Þórðarhyrnu er að finna í eldgosasögu Grímsvatna.

Ef eitthvað gerist þá mun ég uppfæra þessa grein eða skrifa nýja.