Þetta er stutt grein þar sem staðan er stöðugt að breytast.
Ekkert eldgos er byrjað þegar þessi grein er skrifuð. Óróinn er aðeins minni núna og byrjaði að minnka um klukkan 16:00 miðað við þegar óróinn hófst klukkan 14:20 í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi órói er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það eru engin merki um sigdalinn á yfirborðinu ennþá, hinsvegar sést þessi sigdalur í GPS gögnum og gervihnattagögnum. Jarðskjálftavirkni er mjög mikil þegar þessi grein er skrifuð en flestir jarðskjálftar eru mjög litlir en það kemur inn talsvert af jarðskjálftum sem eru stærri en Mw3,0.
Hérna eru vefmyndavélar þar sem hægt er að horfa á beint streymi af svæðinu þar sem hugsanlegt eldgos getur orðið.
Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu (Rúv.is)
YouTube Streymi