Klukkan 00:41 varð jarðskjálfti á Reykjanesskaga. Stærð þessa jarðskjálfta var mæld 3.1. Örfáir eftirskjálftar mældust í kjölfarið á þessum jarðskjálta en enginn af þeim var með stærðina yfir 2.0. Þessi jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu. Þá helst í Hafnarfirði og þeim svæðum sem eru næst upptökum þessa jarðskjálfta.
Græna stjarnar markar jarðskjálftan með stærðina 3.1. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálfti varð á þekktu jarðskjálftasvæði á Reykjanesskaga. Þessi jarðskjálfti boðar ekki það að þarna muni eldgos eiga sér stað. Heldur er um að ræða eðlilega spennubreytingu á svæðinu vegna flekahreyfinga.