Minniháttar jarðskjálftahrina á reykjaneshrygg þann 29. Maí

Þann 29. Maí 2013 varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg, þessi jarðskjálftahrina var ekki stór og mældust aðeins örfáir jarðskjálftar í þessari hrinu. Stærstu jarðskjálftarnir höfðu stærðina 2,3, dýpið var í kringum 5,5 km til rúmlega 12 km. Þessi jarðskjálftahrina varð á svipuðum stað og stóra jarðskjálftahrinan átti sér stað fyrir rúmlega þrem vikum síðan.

130529_2340
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg þann 29. Maí 2013. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil miðað við það sem oft hefur átt upptök sín á þessu svæði. Jarðskjálftavirknin er áhugaverð á þessu svæði, þó er óvíst hvað hún táknar, ef hún táknar þá eitthvað til að byrja með. Þar sem eldfjöll og svona jarðskjálftasvæði eru óútreiknanleg með öllu.

Rólegt á Íslandi þessa stundina

Það er rólegt í jarðskjálftum og annari virkni þessa stundina. Þessi rólegheit hafa gefið mér tækifæri til þess að slaka aðeins á og njóta lífsins, og sinna öðrum áhugamálum mínum. Ef fólk vill sjá önnur áhugamál mín, þá er meðal annars hægt að gera það hérna á Flicker myndavefsíðunni. Ég hef einnig undanfarna daga verið að gera við þjónatölvu sem ég er með, það hefur tekið meira á en ég reiknaði með og því tók ég mér nokkura daga frí frá skrifum hérna.

Ástæða þessa að ég fjallaði ekki um jarðskjálftahrinuna á Reykjaneshryggnum er sú að umtalsvert var fjallað um hana í fjölmiðlum á Íslandi. Í staðinn er ég hinsvegar að undirbúa ítarlega grein um jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Hvenar sú grein verður tilbúin veit ég ekki, en það verður fljótlega reikna ég með.

Jarðskjálfti í Heklu

Í dag klukkan 05:06 varð jarðskjálfti í Heklu. Stærð þessa jarðskjálfta var ekki nema rétt rúmlega 1,5 og dýpið var 7,8 km. Engin frekari virkni hefur átt sér stað í kjölfarið á þessum jarðskjálfta, og það er ekki neina breytingu að sjá jarðskjálftamælum sem eru í kringum Heklu.

130504_1840
Jarðskjálftinn í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftamælirinn minn í Heklubyggð er þessa stundina sambandslaus við internetið vegna bilunar. Ég veit ekki eins og er hvenar jarðskjálftamælirinn kemst í samband við umheiminn á ný, það gæti tekið einhverja daga í mesta lagi. Hinsvegar ætti jarðskjálftamælirinn að vera skrá öll gögn svo lengi sem tölvan er í gangi og engin bilun kemur upp þar.

Jarðskjálftahrina djúpt suður af Íslandi

Þann 2. Maí 2013 kom fram jarðskjálfti á suðurlandinu sem átti upptök sín rúmlega 230 km suður af Surtsey. Það hafa nokkrir jarðskjálftar mælst á síðasta sólarhring síðan virknin hóst þann 2. Maí. Ég veit ekki hvort að það er eldstöð á þessu svæði. Þar sem það er ókannað og dýpi sjávar á þessu svæði er í kringum 3 til 4 km. Stærð jarðskjálfta sem hafa mælst þarna er áætluð, en vegna fjarlægðar við SIL mælanetið þá er erfitt að segja til um raunverulega stærð þessara jarðskjálfta.

130502_2245
Jarðskjálftanir eiga sér stað þar sem græna stjarnan er. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mældi stærstu jarðskjálftana á þeim jarðskjálftamælum sem ég er með á Íslandi. Stærstu jarðskjálftanir mældust á Skeiðflöt og í Heklubyggð. Mínar mælingar benda til þess að stærð þessara jarðskjálfta sé meiri en 3,0, en vegna fjarlægðar er ekki hægt að segja til um raunverlega stærð þessara jarðskjálfta.

130502.060800.sktz.psn
Jarðskjálftinn eins og hann kemur fram á jarðskjálftamælinum mínum á Skeiðflöt. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá CC leyfi síðuna fyrir frekari upplýsingar.

Það er líklegt að fleiri jarðskjálftar hafi átt sér stað á þessu svæði, en vegna fjarlægðar þá mælast þeir ekki. Þann 2. Maí klukkan 03:56 mældist einnig minni jarðskjálfti á sömu slóðum. Ég veit ekki hvort að það er eldfjall á þessu svæði, ef það er raunin. Þá er þetta eldfjall óskráð og alveg óþekkt. Þarna geta hafa orðið fleiri jarðskjálftar án þess að þeir hafi mælst.