Minniháttar jarðskjálfti í Heklu

Í gær (21-Júní-2013) varð minniháttar jarðskjálfti í Heklu. Þetta var lítill skjálfti með stærðina 0.6 og dýpið 8.3 km, þó er þessi jarðskjálfti illa staðsettur samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands sem ég fékk í dag.

130621_2020
Jarðskjálftinn í Heklu er til norð-austurs. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er enn einn jarðskjálftinn í röð jarðskjálfta sem hafa átt sér stað í Heklu á undanförnum mánuðum. Á meðan þessi jarðskjálfti var illa staðsettur, þá var hann eingöngu mældur vegna betra SIL mælakerfis í kringum Heklu sem hefur verið sett upp á síðustu tveim árum.

Það eru engin merki þess að Hekla sé að fara gjósa þessa stundina.

Ísskjálftar í Hamrinum

Undanfarna daga hefur orðið vart við skjálfta sunnan við eldstöðina Hamarinn. Þetta eru ísskjálftar sem eiga sér stað vegna hreyfinga í jöklinum. Þetta eru illa staðsettir ísskjálftar og því koma þeir mjög dreift fram á kortum Veðurstofu Íslands. Það er möguleiki á því að þarna verði jökulhlaup, en sem stendur er ekkert sem bendir til þess að það sé raunin ennþá.

Ég býst við að ísskjálftavirkni haldi áfram í nágrenni við Hamarinn næstu daga til vikur á þessu svæði.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (22-Júní-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þessi jarðskjálftahrina átti sér stað í kötluöskjunni og er á svipuðu svæði og líklegt smáeldgos átti sér stað árið 2011, í Júlí það ár. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara eiga sér stað í Kötlu.

130621_2020
Jarðskjálftahrinan í Kötlu þann 21-Júní-2013. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan núna hefst á svipuðum tíma og jarðskjálftahrinan árið 2011 og 2012. Þó varð ekkert eldgos árið 2012, þó svo að jarðskjálftavirkni ætti sér stað í Kötlu. Ég reikna með að þessi jarðskjálftahrina haldi áfram í sumar. Þó er ekkert hægt að segja til um það hvort að eldgos muni eiga sér stað í Kötlu þetta sumarið frekar en önnur sumur. Það er óljóst hvað er að valda þessum jarðskjálftum, það getur verið allt frá þrýstibreytingum vegna léttingar jökulsins, eða vegna breytinga á þrýstingu í háhitasvæðum sem þarna eru, eða að þetta séu kvikinnskot í Kötlu á mjög miklu dýpi.

Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Kötlu.

Nýtt kvikuinnskot í Bárðarbungu

Áhugaverð jarðskjálftavirkni heldur áfram í Bárðarbungu og það virðist sem að nýtt kvikuinnskot hafi átt sér stað í Bárðarbungu síðustu daga. Áhugaverð jarðskjálftavirkni hefur einnig átt sér stað í eldstöðinni Hamrinum undanfarið. Þetta kvikuinnskot mun líklega ekki enda með eldgosi, þetta er hugsanlega vísbending um aukna virkni í Bárðarbungu í framtíðinni.

130620_2105
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Hamarinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur einnig verið jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Hamrinum og í nágrenni hans. Ég veit ekki hvort að þetta tengist virkinni sem á sér stað núna í Bárðarbungu. Mér þykir það ólíklegt að það sé raunin, þó er ekki hægt að útiloka það eins og er. Það er óljóst hvort að þessi nýja virkni í Hamrinum er vegna þéttara mælanets í kringum Vatnajökul eða hvort að þetta er raunverulega ný virkni í Hamrinum. Síðasta eldgos í Hamrinum átti sér stað í Júlí 2011 og er hægt að lesa um það eldgos hérna. Það er þess virði að hafa augu með virkninni í Hamrinum, þar sem þessi eldstöð hefur sýnt sig að hún er óútreiknanleg með öllu, það virðist einnig að kvika sér mjög grunnt í eldstöðinni nú þegar.

Minniháttar jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Kötlu

Það hefur verið minniháttar jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Kötlu undanfarið. Þessi bloggfærsla er bara stutt yfirlit yfir þessa virkni.

Bárðarbunga

Minniháttar kvikuinnskot átt sér stað í Bárðarbungu þann 16-Júní-2013. Þetta kvikuinnskot olli minniháttar jarðskjálftarhrinu í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftin var með stærðina 1,2 og mesta dýpið í þessari jarðskjálftahrinu var 24,3 km. Þannig að þetta var líklegast kvikuinnskot sem þarna var á ferðinni.

130618_1835
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Katla

Það hefur verið minniháttar jarðskjálftavirkni í Kötlu undanfarna daga. Þessi jarðskjálftavirkni þýðir líklega ekki neitt sem stendur, þessi virkni er líklega tengd minnkun jökulfargs á eldstöðinni Kötlu yfir sumarið. Djúpir jarðskjálftar hafa átt sér stað undanfarið í Kötlu, það er óvíst hvort að þeir tákna eitthvað á þessari stundu. Þarna á sér stað líklega minniháttar kvikuinnskot í Kötlu djúpt í eldstöðinni. Hinsvegar eru kvikuinnskot algeng í Kötlu án þess að þau valdi eldgosi.

130618_1835
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Annars er mjög rólegt á Íslandi og engin sérstök virkni að eiga sér stað á þessari stundu.

Þjófnaður á rafgeymum úr mælistöðvum vísindamanna

Í frétt Rúv núna í kvöld kemur fram að rafgeymum sem virka sem varaafl fyrir jarðskjálftamæla og jarðvísindamenn þegar sólarorka og vindafl er ekki nægjanlegt til þess að keyra þessar mælastöðvar. Þjófnaður á þessum rafgeymum er mjög alvarlegur, þar sem hann skemmir rafeindabúnaðinn sem er tengdur við hann, stoppar mælingar vísindamanna og kemur í veg fyrir að gögn berist þeim. Þessi gögn geta sagt vísindamönnum til um það hvort að eldgos er að fara hefjast á í einhverri eldstöðinni eða ekki.

Ef fólk sér svona búnað í náttúru Íslands, þá á það einfaldlega að láta hann eiga sig. Það er alvarlegt mál að trufla svona mælingar, og afleiðinganar af slíkum þjófnaði geta jafnvel orðið ennþá meiri ef eldstöð gýs óvænt vegna þess að mælabúnaður virkaði ekki vegna þess að búið var að eyðaleggja hann vegna þess að rafgeymi var stolið.

Frétt Rúv um þetta mál

Stela rafgeymum vísindamanna (Rúv.is)

Áhugaverð jarðskjálftavirkni sunnan við Grímsfjall

Þann 3. Júní 2013 varð áhugaverð jarðskjálftahrina sunnan við Grímsfjall. Síðasta eldgos varð í Grímsfjalli árið 2011.

130603_2055
Jarðskjálftavirknin sunnan við Grímsfjall. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð, þar sem ekkert eldfjall er þekkt á þessu svæði, eða virkt sprungusvæði. Jarðskjálftavirkni hófst á þessu svæði eftir eldgosið árið 2011, í fyrstu var talið að þessi virkni ætti upptök sín í spennubreytingum á þessu svæði í kjölfarið á eldgosinu í Maí 2011.

bab_week21
Jarðskjálftavirkni sunnan við Grímsfjall í viku 21 árið 2011. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég er ekki viss um hvað er að gerast á þessu svæði. Þó svo að ekkert eldgos sé skráð á þessu svæði, þá er möguleiki á því að það sé vegna þess að þarna er þykkur jökull. Þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð vegna þess að þessi jarðskjálftavirkni hófst eftir eldgosið árið 2011 og hefur haldið áfram síðan, og það virðist ekki vera neinn endi á þessari virkni. Það margborgar sig að hafa augu með þessari jarðskjálftavirkni, þó svo að ekkert gerist á þessu svæði í lengri tíma.