Í gær (21-Júní-2013) varð minniháttar jarðskjálfti í Heklu. Þetta var lítill skjálfti með stærðina 0.6 og dýpið 8.3 km, þó er þessi jarðskjálfti illa staðsettur samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands sem ég fékk í dag.
Jarðskjálftinn í Heklu er til norð-austurs. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þetta er enn einn jarðskjálftinn í röð jarðskjálfta sem hafa átt sér stað í Heklu á undanförnum mánuðum. Á meðan þessi jarðskjálfti var illa staðsettur, þá var hann eingöngu mældur vegna betra SIL mælakerfis í kringum Heklu sem hefur verið sett upp á síðustu tveim árum.
Það eru engin merki þess að Hekla sé að fara gjósa þessa stundina.