Minniháttar jarðskjálfti í Heklu

Í gær (21-Júní-2013) varð minniháttar jarðskjálfti í Heklu. Þetta var lítill skjálfti með stærðina 0.6 og dýpið 8.3 km, þó er þessi jarðskjálfti illa staðsettur samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands sem ég fékk í dag.

130621_2020
Jarðskjálftinn í Heklu er til norð-austurs. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er enn einn jarðskjálftinn í röð jarðskjálfta sem hafa átt sér stað í Heklu á undanförnum mánuðum. Á meðan þessi jarðskjálfti var illa staðsettur, þá var hann eingöngu mældur vegna betra SIL mælakerfis í kringum Heklu sem hefur verið sett upp á síðustu tveim árum.

Það eru engin merki þess að Hekla sé að fara gjósa þessa stundina.

Ísskjálftar í Hamrinum

Undanfarna daga hefur orðið vart við skjálfta sunnan við eldstöðina Hamarinn. Þetta eru ísskjálftar sem eiga sér stað vegna hreyfinga í jöklinum. Þetta eru illa staðsettir ísskjálftar og því koma þeir mjög dreift fram á kortum Veðurstofu Íslands. Það er möguleiki á því að þarna verði jökulhlaup, en sem stendur er ekkert sem bendir til þess að það sé raunin ennþá.

Ég býst við að ísskjálftavirkni haldi áfram í nágrenni við Hamarinn næstu daga til vikur á þessu svæði.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (22-Júní-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þessi jarðskjálftahrina átti sér stað í kötluöskjunni og er á svipuðu svæði og líklegt smáeldgos átti sér stað árið 2011, í Júlí það ár. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara eiga sér stað í Kötlu.

130621_2020
Jarðskjálftahrinan í Kötlu þann 21-Júní-2013. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan núna hefst á svipuðum tíma og jarðskjálftahrinan árið 2011 og 2012. Þó varð ekkert eldgos árið 2012, þó svo að jarðskjálftavirkni ætti sér stað í Kötlu. Ég reikna með að þessi jarðskjálftahrina haldi áfram í sumar. Þó er ekkert hægt að segja til um það hvort að eldgos muni eiga sér stað í Kötlu þetta sumarið frekar en önnur sumur. Það er óljóst hvað er að valda þessum jarðskjálftum, það getur verið allt frá þrýstibreytingum vegna léttingar jökulsins, eða vegna breytinga á þrýstingu í háhitasvæðum sem þarna eru, eða að þetta séu kvikinnskot í Kötlu á mjög miklu dýpi.

Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Kötlu.