Þann 3. Júní 2013 varð áhugaverð jarðskjálftahrina sunnan við Grímsfjall. Síðasta eldgos varð í Grímsfjalli árið 2011.
Jarðskjálftavirknin sunnan við Grímsfjall. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð, þar sem ekkert eldfjall er þekkt á þessu svæði, eða virkt sprungusvæði. Jarðskjálftavirkni hófst á þessu svæði eftir eldgosið árið 2011, í fyrstu var talið að þessi virkni ætti upptök sín í spennubreytingum á þessu svæði í kjölfarið á eldgosinu í Maí 2011.
Jarðskjálftavirkni sunnan við Grímsfjall í viku 21 árið 2011. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Ég er ekki viss um hvað er að gerast á þessu svæði. Þó svo að ekkert eldgos sé skráð á þessu svæði, þá er möguleiki á því að það sé vegna þess að þarna er þykkur jökull. Þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð vegna þess að þessi jarðskjálftavirkni hófst eftir eldgosið árið 2011 og hefur haldið áfram síðan, og það virðist ekki vera neinn endi á þessari virkni. Það margborgar sig að hafa augu með þessari jarðskjálftavirkni, þó svo að ekkert gerist á þessu svæði í lengri tíma.