Ísskjálftar í Hamrinum

Undanfarna daga hefur orðið vart við skjálfta sunnan við eldstöðina Hamarinn. Þetta eru ísskjálftar sem eiga sér stað vegna hreyfinga í jöklinum. Þetta eru illa staðsettir ísskjálftar og því koma þeir mjög dreift fram á kortum Veðurstofu Íslands. Það er möguleiki á því að þarna verði jökulhlaup, en sem stendur er ekkert sem bendir til þess að það sé raunin ennþá.

Ég býst við að ísskjálftavirkni haldi áfram í nágrenni við Hamarinn næstu daga til vikur á þessu svæði.