Í dag (22-Júní-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þessi jarðskjálftahrina átti sér stað í kötluöskjunni og er á svipuðu svæði og líklegt smáeldgos átti sér stað árið 2011, í Júlí það ár. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara eiga sér stað í Kötlu.
Jarðskjálftahrinan í Kötlu þann 21-Júní-2013. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan núna hefst á svipuðum tíma og jarðskjálftahrinan árið 2011 og 2012. Þó varð ekkert eldgos árið 2012, þó svo að jarðskjálftavirkni ætti sér stað í Kötlu. Ég reikna með að þessi jarðskjálftahrina haldi áfram í sumar. Þó er ekkert hægt að segja til um það hvort að eldgos muni eiga sér stað í Kötlu þetta sumarið frekar en önnur sumur. Það er óljóst hvað er að valda þessum jarðskjálftum, það getur verið allt frá þrýstibreytingum vegna léttingar jökulsins, eða vegna breytinga á þrýstingu í háhitasvæðum sem þarna eru, eða að þetta séu kvikinnskot í Kötlu á mjög miklu dýpi.
Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Kötlu.