Nýtt kvikuinnskot í Bárðarbungu

Áhugaverð jarðskjálftavirkni heldur áfram í Bárðarbungu og það virðist sem að nýtt kvikuinnskot hafi átt sér stað í Bárðarbungu síðustu daga. Áhugaverð jarðskjálftavirkni hefur einnig átt sér stað í eldstöðinni Hamrinum undanfarið. Þetta kvikuinnskot mun líklega ekki enda með eldgosi, þetta er hugsanlega vísbending um aukna virkni í Bárðarbungu í framtíðinni.

130620_2105
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Hamarinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur einnig verið jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Hamrinum og í nágrenni hans. Ég veit ekki hvort að þetta tengist virkinni sem á sér stað núna í Bárðarbungu. Mér þykir það ólíklegt að það sé raunin, þó er ekki hægt að útiloka það eins og er. Það er óljóst hvort að þessi nýja virkni í Hamrinum er vegna þéttara mælanets í kringum Vatnajökul eða hvort að þetta er raunverulega ný virkni í Hamrinum. Síðasta eldgos í Hamrinum átti sér stað í Júlí 2011 og er hægt að lesa um það eldgos hérna. Það er þess virði að hafa augu með virkninni í Hamrinum, þar sem þessi eldstöð hefur sýnt sig að hún er óútreiknanleg með öllu, það virðist einnig að kvika sér mjög grunnt í eldstöðinni nú þegar.