Þjófnaður á rafgeymum úr mælistöðvum vísindamanna

Í frétt Rúv núna í kvöld kemur fram að rafgeymum sem virka sem varaafl fyrir jarðskjálftamæla og jarðvísindamenn þegar sólarorka og vindafl er ekki nægjanlegt til þess að keyra þessar mælastöðvar. Þjófnaður á þessum rafgeymum er mjög alvarlegur, þar sem hann skemmir rafeindabúnaðinn sem er tengdur við hann, stoppar mælingar vísindamanna og kemur í veg fyrir að gögn berist þeim. Þessi gögn geta sagt vísindamönnum til um það hvort að eldgos er að fara hefjast á í einhverri eldstöðinni eða ekki.

Ef fólk sér svona búnað í náttúru Íslands, þá á það einfaldlega að láta hann eiga sig. Það er alvarlegt mál að trufla svona mælingar, og afleiðinganar af slíkum þjófnaði geta jafnvel orðið ennþá meiri ef eldstöð gýs óvænt vegna þess að mælabúnaður virkaði ekki vegna þess að búið var að eyðaleggja hann vegna þess að rafgeymi var stolið.

Frétt Rúv um þetta mál

Stela rafgeymum vísindamanna (Rúv.is)