Minniháttar jarðskjálftavirkni í Kötlu

Síðustu tvo daga hefur verið minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta er mjög lítil jarðskjálftahrina og hefur enginn jarðskjálfti náð stærðinni 1,0 eins og er.

140217_1150
Jarðskjálftar í Kötlu undanfarna daga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Það er hinsvegar þekkt í sögunni að eldgos geta átt sér stað snemma í Kötlu. Samkvæmt heimildum þá var eldgos í Maí árið 1721 og varði það eldgos fram í Október sama ár (+- 45 dagar). Það er ekki vitað til þess að eldgos í Kötlu hafi átt sér stað, það er hinsvegar ekki hægt að útiloka slíkt vegna skorts á heimildum frá fyrri eldgosum.

Styrkir: Ef fólk getur styrkt mína vinnu þá er það vel þegið. Það er hægt að styrkja mig beint hérna eða með því að nota Paypal takkann hérna til hliðar. Staðan er orðin sú að ég er mjög blankur eins og er og restin af mánuðinum verður mjög erfið fái ég ekki neina styrki. Ég hef einnig gefið út mína fyrstu smásögu sem hægt er að lesa hérna á Kobo. Smásagan kostar $6,99 + íslenskur vaskur (VSK) ef einhver er. Takk fyrir stuðninginn.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum

Í gær (16-Febrúar-2014) átti sér stað minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum. Þessar jarðskjáfthrinur eiga sér stað þegar Orkuveita Reykjavíkur dælir niður vatni niður í jarðskorpuna. Þessi niðurdæling veldur jarðskjálftahrinum á svæðinu og þessar jarðskjálftahrinur munu eiga sér stað í flest ef ekki öll þau skipti sem niðurdæling á vatni á sér stað þarna.

140217_1110
Jarðskjálftahrina í Henglinum í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þær jarðskjálftahrinur sem eiga sér stað þegar vatni er dælt niður í jörðina stöðvast yfirleitt um leið og niðurdælingu vatns er lokið, eða mjög fljótlega eftir það. Eins og stendur er þessi niðurdæling á vatni eingöngu að valda minniháttar jarðskjálftum á svæðinu.

Styrkir: Fólk getur styrkt vinnu mína hérna með því að nota „Donate“ takkann hérna til hliðar eða fara eftir þeim upplýsingum sem er að finna hérna. Einnig sem hægt er að kaupa smásögu sem ég var að gefa út hérna fyrir $6,99 (+ íslenskur VSK ef það á við). Takk fyrir stuðninginn.