Ný jarðskjálftahrina í Tungafellsjökli

Ný jarðskjálftahrina hófst í Tungafellsjökli í dag (13-Janúar-2015). Flestir jarðskjálftarnir eiga sér stað á 13 km dýpi en þeir ná alveg upp á rúmlega 2 km dýpi eftir því sem ég best sé.

150113_2025
Jarðskjálftavirknin í Tungafellsjökli síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessari stundu veit ég ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina er að aukast eða minnka. Þó er ljóst að á þessari stundu er jarðskjálftavirknin stöðug eins og stendur. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið síðan þessi jarðskjálftahrina hófst var með stærðina 3,1. Það eru líkur á því að frekari stórir jarðskjálftar muni eiga sér stað í Tungafellsjökli. Hluti af þessari jarðskjálftavirkni á upptök sín í þeim spennubreytingum sem Bárðarbunga er að valda núna í nágrenni við sig. Þetta er hinsvegar bara hálf sagan, þar sem á árinu 2013 hófst jarðskjálftavirkni á miklu dýpi í Tungafellsjökli og þá urðu jarðskjálftar á 20 til 30 km dýpi. Þetta bendir til þess að kvika hafi verið farin að streyma undir Tungafellsjökul á þessum tíma. Það er ekki hægt að útiloka eldgos muni hefjast í Tungafellsjökli á eins og stendur.

Eldri greinar um Tungafellsjökul

Djúpir jarðskjálftar í Tungnafellsjökli (jonfr.com, 2013)

Staðan í Bárðarbungu þann 12-Janúar-2015

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með sama hætti og hefur verið í síðustu viku. Hraunflæðið er í kringum 60 – 80 m³/sek samkvæmt fréttum á Stöð 2. Á mörgum stöðum er hraunið ekkert nema skel, undir þessari skel er hraunið 1000C (gráður) og þegar þrýstingur er nægur þá brýst þetta hraun fram á yfirborðið (eins og sést í myndbandinu frá Stöð 2). Gígurinn er í kringum 500 metra langur og er í kringum 80 metra hár. Nýjar myndir benda til þess að nýr gígur hafi opnast við suður enda aðal gígsins (ég hef ekki stefnuna 100% núna), síðasta mynd sem ég sá benti ekki til þess að hraun væri farið að renna úr honum. Það getur þó breyst án viðvörunar. Það er að gjósa í öllum gígnum, en ekki bara einum bletti innan hans. Stærð hraunsins er núna rúmlega ~84 km² að stærð. Eldgosið í Holuhrauni er núna búið að vara í 4,5 mánuði.

Hraunið er núna farið að renna yfir 88 ára gamalt hraun sem heitir Þorvaldshraun, það hraun kom frá Öskju í eldgosi árið 1926 – 1930 (ég hef ekki nákvæmar dagsetningar á þessu eldgosi). Nýtt stöðuvatn mun væntanlega myndast á þessu svæði næsta sumar vegna jökuláa sem þarna renna, þar sem hraunið er hefur runnið yfir vatnavegi jökuláa sem þarna eru. Þar sem einu sinni var sandeyðimörk er núna komið stórt hraunflæmi. Það eru engin merki um það að þetta eldgos sé að fara enda á næstunni.

150112_2055
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast í Bárðarbungu síðustu 24 klukkutímana, það hefur einnig orðið aukning í jarðskjálfti sem eru með stærðina 4,0. Það hefur einnig orðið aukning í jarðskjálftavirkni í kvikuinnskotinu. Ég átta mig ekki afhverju þessi aukning í jarðskjálftavirkni á sér stað núna.

Loftgæði

Brennisteinsdíoxíði mengun er ennþá mikið vandamál vegna eldgossins í Holuhrauni. Í gær fór brennisteinsdíoxíð mengun í Jökuldal upp í 7800 μg/m³. Þessi mengun fer þangað sem vindurinn blæs henni. Logn er verst þar sem það leyfir mengunni að aukast hægt og rólega á svæðum, sérstaklega í dölum og þeim svæðum sem liggja lágt í landslaginu.

Fréttir

Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu (Vísir.is)
Dimmt af mengun á Jökuldal (Rúv.is)

Grein uppfærð þann 13-Janúar-2015 klukkan 20:16.
Grein uppfærð þann 13-Janúar-2015 klukkan 20:20.