Yfirlit yfir virkni á Íslandi í viku 41

Vika 41 var mjög róleg á Íslandi miðað við síðustu tvær vikur á Íslandi. Hérna er yfirlit yfir það sem var að gerast á Íslandi.

Suðurlandsbrotabeltið (SISZ)

Stöðug jarðskjálftavirkni hefur verið á suðurlandsbrotabeltinu síðustu viku og undanfarnar vikur. Enginn af þeim jarðskjálftum sem hefur komið fram hafa verið stórir og flestir af þeim jarðskjálftum sem hafa orðið eru minni en 1,0 að stærð. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu náði stærðinni 2,5.

151011_1755
Jarðskjálftavirknin á Suðurlandsbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Bárðarbunga

Það er rólegt í Bárðarbungu að mestu leiti þessa dagana. Jarðskjálftahrinur eiga sér ennþá stað á þessum sömu stöðum og hafa verið virkir undanfarnar vikur. Áhugaverðasti jarðskjálftinn í þessari viku varð í Trölladyngju, stærð þessa jarðskjálfta var eingöngu 0,7 en dýpið var 26,2 km.

151008_2140
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Herðubreið

Í vikunni hefur verið jarðskjálftavirkni í Herðbreið. Þarna hafa ekki orðið neinir stórir jarðskjálftar ennþá, þarna geta hinsvegar orðið jarðskjálftar með stærðina 3,0 eða stærri. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þetta er skrifað.

151011_1815
Jarðskjálftavirkni í Herðubreið og Herðubreiðarfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Reykjaneshryggur

Jarðskjálfti með stærðina 3,4 átti sér stað djúpt á Reykjaneshrygg þessa vikuna. Þessi jarðskjálfti fannst ekki enda langt frá landi og hugsanlega urðu tveir jarðskjálftar á þessu svæði án þess að þeir mældust. Jarðskjálftamælirinn minn sýnir tvo jarðskjálfta með klukkutíma millibili á svipðum tíma og þessi jarðskjálfti átti sér stað.

151008_2040
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálfti með stærðina 3,0 átti sér einnig stað rúmlega 200 km frá strönd Reykjanesskaga eða rúmlega 154 km suður af Eldeyjarboða. Staðsetning þess jarðskjálfta var léleg vegna fjarlægðar frá SIL mælaneti Veðurstofu Íslands.

Skaftárhlaup og önnur virkni

Ég hef ekki tíma til þess að skrifa langa grein núna

Skaftárhlaup er að mestu lokið eins og hefur komið fram í fréttum. Flóðið er ennþá í gangi þó svo að mjög hafi dregið úr því eins og komið hefur fram í fréttum. Hægt er að sjá myndir af því tjóni sem flóðið hefur valdið á einni brú hérna (Vísir.is). Hægt er að fá upplýsingar um vatnsmagn flóðsins hérna (mbl.is)

Bárðarbunga

Það virðist sem að jarðskjálftavirkni sé að aukast í Bárðarbungu. Það er ekki ljós hversu mikil aukning á virkni á sér stað þarna. Líklegt er að kvika sé búin að streyma í það miklu magni inn í eldstöðina að þrýstingur er aftur farinn að aukast. Þó hugsanlegt sé að ennþá sé langt í eldgos. Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram í þessari viku var með stærðina 3,1.

151004_1635
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni við Hveravelli

Fyrr í þessari viku varð jarðskjálftahrina við Hveravelli. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,5 (eða í kringum þá stærð, vegna vinnu þá gat ég ekki fylgst almennilega með þessari virkni). Það er ekki ljóst afhverju þessi jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað.

151003_1200
Jarðskjálftavirknin við Hveravelli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vesturlands brotabeltið (WFZ)

Í gær (04-Október-2015) hófst jarðskjálftahrina á Vesturlands brotabeltinu (WFZ). Það er ekki ljóst afhverju þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað en mér sýnist að hún eigi sé að eiga sér stað í kulnaðri eldstöð sem er þarna á svæðinu. Það er hætta á því að jarðskjálftahrinan þarna vari í lengri tíma, þar sem jarðskjálftar eru mjög sjaldgæfir á þessu. Jarðskjálftahrina á þessu svæði gæti varað í vikur til mánuði hið lengsta ef mikil spenna er í jarðskorpunni. Þó er hugsanlegt að jarðskjálftavirkni þarna hætti eftir nokkra daga.

151004_1520
Jarðskjálftavirkni á Vesturlands brotabeltinu (WFZ). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er einnig hætta á stærri jarðskjálftum á þessu svæði ef mikil hreyfing fer af stað þarna. Ég þekki ekki sögu þessa svæðis varðandi það atriði.