Jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 norðan við Herðubreið

Í dag (31-Október-2022) klukkan 15:00 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 rétt norðan við Herðubreið. Þessi jarðskjálfti byrjaði jarðskjálftahrinu rétt norðan við Herðubreið og austan við þær jarðskjálftahrinur sem hafa verið í gagni þar síðustu viku. Jarðskjálftavirkni er mjög mikil þegar þessi grein er skrifuð.

Rauðir punktar og græn stjarna rétt norðan við Herðubreið sem er austan við eldstöðina Öskju.
Jarðskjálftavirkni í Herðubreið. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvað er í gangi á þessu svæði. Þetta virðist vera jarðskorpuhreyfingar en það er möguleiki á því að þarna sé meira í gangi en sést á yfirborðinu. Þessa stundin er þetta hinsvegar bara jarðskjálftavirkni og það er óljóst hvort að það muni breytast.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í Bárðarbungu

Í dag (31-Október-2022) klukkan 14:57 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í Bárðarbungu. Þetta er hefðbundinn jarðskjálfti vegna þenslu í Bárðbungu eftir stóra eldgosið árið 2014 til 2015.

Græn stjarna og rauðir punktar í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli. Þetta er í vestanverðum Vatnajökli. Norðan við er jarðskjálftavirkni í Herðubreið.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og einnig á þessu korti er ótengd jarðskjálftavirkni við Herðubreið. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er eðlileg og gerðist á nokkura mánaða fresti.