Kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu (22-Nóvember-2022)

Í dag (22-Nóvember-2022) klukkan 19:55 hófst kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw4,4 og síðan kom annar jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 og þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,5. Fjöldi jarðskjálfta og stærðir jarðskjálfta eru að breytast þegar þessi grein er skrifuð.

Þrjár grænar stjörnur í eldstöðinni Kötlu í öskjunni sýna kröftuga jarðskjálftavirkni sem er að eiga sér stað þar. Rauðir punktar eru einnig í öskjunni sem sýnir minni jarðskjálfta.
Kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvað er að gerast þegar þessi grein er skrifuð. Þessa stundina er ég ekki að sjá neinn óróa á mælum í kringum eldstöðina Kötlu en það gæti breyst án nokkurar viðvörunnar. Ég mun setja inn uppfærslur um stöðu mála ef eitthvað breytist.

Jarðskjálftahrina í Kolbeinsey (norður af Grímsey)

Í dag (22-Nóvember-2022) varð jarðskjálftahrina í Kolbeinsey. Þetta er langt norður af Grímsey. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina Mw3,1 og það urðu fjórir slíkir jarðskjálftar. Meira en tugur af minni jarðskjálftum átti sér einnig stað. Vegna þess hversu langt þessi jarðskjálftavirkni er frá mælaneti Veðurstofu Íslands þá mælast aðeins stærstu jarðskjálftarnir.

Grænar stjörnur langt norður af Íslandi ásamt punktum sem sýna minni jarðskjálfta. Punktar um allt Ísland sem sýnir aðra jarðskjálftavirkni.
Jarðskjálftavirkni við Kolbeinsey er þar sem grænar stjörnur eru. Myndin er frá Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvað er að gerast á þessu svæði.Þetta gæti bara verið venjuleg jarðskjálftavirkni fyrir þetta svæði. Þar sem þetta er svæði er langt frá landi og út í sjó, þá er erfitt að fylgast með því sem er að gerast.