Jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli

Það hefur verið frekar óvenjuleg jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli síðan í gær (7. Júní 2023). Það hófst með litlum jarðskjálfta með stærðina Mw1,1 og á dýpinu 20,5 km. Þetta eru mjög fáir jarðskjálftar, þannig að það er augljóslega engin hætta á eldgosi.

Blár, appelsínugulur og rauður punktur í Eyjafjallajökli. Auk þess sem það eru rauðir punktar í Kötlu og síðan í öðrum eldstöðvum og svæðum á svæðinu í kring.
Jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það yrði mjög óvenjulegt ef Eyjafjallajökull mundi gjósa núna. Þar sem það virðast vera um ~200 ár milli eldgosa í Eyjafjallajökli. Þess á milli er lítið um jarðskjálfta og oft á tíðum verða engir jarðskjálftar í lengri tíma eða mjög fáir á hverju ári. Það hefur að mestu leiti verið það sem hefur gerst í Eyjafjallajökli eftir að eldgosinu árið 2010 lauk. Það er hinsvegar spurning hvort að eitthvað hafi breyst í Eyjafjallajökli. Eins og er þá hef ég ekkert svar við þeirri spurningu en ég ætla að halda áfram að fylgjast með stöðunni í Eyjafjallajökli. Þetta gæti verið ekki neitt, eins og er lang oftast tilfellið.