Upplýsingar um jarðskjálftann með stærðina 5,5 á Tjörnesbrotabeltinu

Þetta hérna er stutt bloggfærsla um jarðskjálftahrinuna á Tjörnesbrotabeltinu.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu er skjálfti með stærðina 5,5. Stærstu eftirskjálftar eru skjálftar með stærðina 4,4 og síðan 4,7. Fyrri jarðskjálftinn átti sér stað klukkan 01:13 en seinni jarðskjálftinn átti sér stað klukkan 08:55 í morgun. Fjölmargir jarðskjálftar hafa átt sér stað og er fjöldi þeirra núna kominn vel yfir 500 jarðskjálfta hingað til. Óvissustigi hefur verið lýst yfir frá Sauðárkróki yfir til Raufarhafnar samkvæmt fréttum. Upptök þessar jarðskjálftahrinu eiga sér stað á svæði þar sem flókið brotabelti er til staðar. Óvíst er hvort að þessi jarðskjálftahrina muni koma af stað nýjum jarðskjálftahrinum á öðrum misgengjum sem þarna eru nálægt. Þetta er stærsti jarðskjálfti á þessu svæði síðan árið 2002 og árið 2005. Þegar þarna urðu jarðskjálftar með stærðina 5,0.

130402_1430
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Grænu stjörnunar tákna jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

130402_1430_trace
Yfirlit yfir fjölda jarðskjálftana sýnir hversu þétt þessi jarðskjálftahrina hefur verið. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

bhrz.svd.02.04.2013.14.05.utc
Jarðskjálftahrinan eins og hún kemur fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

hkbz.svd.02.04.2013.14.05.utc
Jarðskjálftahrinan eins og hún kemur fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

Það hafa yfir 500 jarðskjálftar mælst í þessari jarðskjálftahrinu sem stendur. Mestur fjöldi jarðskjálfta kom fram eftir að stærsti jarðskjálftinn kom fram síðustu nótt. Eins og staðan er núna. Þá er farið að draga úr jarðskjálftavirkni en það getur breyst án fyrirvara ef jarðskjálftavirkni tekur sig upp aftur á þessu svæði. Þetta á sérstaklega við ef þarna verður nýr stór jarðskjálfti.

Ég mun setja inn uppfærslur eins fljótt og hægt er ef eitthvað nýtt gerist á þessu svæði. Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkninni hérna á jarðskjálftavefsíðunni minni hérna.