Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Í dag hófst jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga. Flestir af þeim jarðskjálftum sem hafa komið fram voru litlir og hafa ekki fundist. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,2.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn fannst í Bláa lóninu. Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið í augnablikinu.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Öræfajökli

Ég sameina þetta í eina grein til þess að spara tíma þar sem ég þarf að mæta í vinnu klukkan 07:00 (þangað til 23-Október-2018).

Öræfajökull

Síðan í gær (01-Október-2018) hefur verið jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Það hefur orðið um annar tugur lítilla jarðskjálfta í þessari hrinu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,1 og fannst á nálægum sveitabæjum. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi.

Bárðarbunga

Jarðskjálftar með stærðina 3,0 og 3,6 urðu í Bárðarbungu í dag. Minni jarðskjálftinn varð snemma í morgun en sá seinni varð klukkan 13:08. Það hefur ekki komið fram nein jarðskjálftahrina í kjölfarið í kjölfarið á þessum jarðskjálftum. Þetta er núna hefðbundin virkni í Bárðarbungu síðan eldgosinu 2014 – 2015 í Holuhrauni.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Öræfajökli

Í gær (26-September-2018) hófst jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,2. Aðrir jarðskjálftar voru með stærðina 0,0 til 0,5.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli er vegna þess að kvika er að safnast saman í Öræfajökli. Þessi kvikusöfnun er mjög hægfara og safnast kvikan mjög hægfara innan í eldstöðinni. Þessi kvikusöfnun stöðvast einnig stundum um stuttan tíma. Þetta ferli mun halda áfram um talsvert langan tíma í viðbót.

Samfélagsmiðlar

Ég hef ákveðið að opna samfélagsmiðla hjá mér þar sem ég tek myndir.

Ég er með Instagram hérna (einnig hægt að leita að jonfr500)
Snapchat hjá mér er jonfr500

Jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Öræfajökli

Í kvöld (21-September-2018) klukkan 21:15 varð jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Öræfajökli. Í kjölfarið kom hrina af litlum jarðskjálftum og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,4.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að stærsti jarðskjálftinn hafi fundist á nálægum sveitabæjum. Sérstaklega þeim sem eru í rót Öræfajökuls. Undanfarnar vikur hafa stærðir jarðskjálfta í Öræfajökli aðeins verið að aukast en þetta er ekki mikil breyting þessa stundina.

Jarðskjálfti með stærðina 4,2 í Bárðarbungu

Í dag (14-September-2018) klukkan 10:40 varð jarðskjálfti með stærðina 4,2 í Bárðarbungu. Annar stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,9. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram í þessari jarðskjálftahrinu voru minni að stærð.


Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 4,2. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hefðbundin fyrir Bárðarbungu þar sem eldstöðin heldur áfram að þenjast út eftir eldgosið 2014 – 2015. Þessa stundina virðist sem að fjöldi jarðskjálfta af þessari stærð sé í kringum einn jarðskjálfti á mánuði. Það virðist sem að fjöldi þeirra jarðskjálfta sem er að eiga sér stað haldi ennþá að minnka og verður líklega fljótlega eingöngu einn til tveir jarðskjálftar á ári af þessari stærð.

Jarðskjálftahrina í Bláfjöllum [uppfærð]

Í dag (13-September-2018) hófst jarðskjálftahrina í Bláfjöllum. Jarðskjálftahrinan byrjaði rólega og var eingöngu með smáskjálfta framan af degi. Klukkan 20:17 kom jarðskjálfti með stærðina 4,1 og fannst sá jarðskjálfti víða.


Jarðskjálftahrinan í Bláfjöllum. Græna stjarnan er jarðskjálftinn með stærðina 4,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan virðist ennþá vera í gangi. Það þýðir að ennþá er möguleiki á að það komi fram jarðskjálftar sem verða stærri en 3,0 á næstu klukkutímum til dögum.

Nýjar upplýsingar

Veðurstofa Íslands hefur uppfært fjölda og stærðir þeirra jarðskjálfta sem urðu í Bláfjöllum í gærkvöldi. Samkvæmt nýjustu upplýsingum þá urðu tveir jarðskjálftar með stærðina 4,1 og 4,2. Aðeins nokkrar sekúndur eru á milli þessara jarðskjálfta.


Nýjasta myndin af jarðskjálftavirkninni í Bláfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Grein uppfærð þann 14-September-2018 klukkan 13:24.

Mikil dagleg losun af koltvísýringi frá Kötlu

Samkvæmt nýrri rannsókn þá er gífurleg losun á koltvísýringi frá Kötlu á hverjum degi. Það magn koltvísýringi sem losnar frá Kötlu á hverjum degi telst vera 20 kílótonn samkvæmt mælingum. (1 kílótonn = 1000 tonn). Það er ekki vitað hvort að þetta er jöfn losun á koltvísýringi eða hvort að þetta sveiflist yfir árið. Til þess að það komist í ljós þarf frekari rannsóknir.

Ég veit ekki hversu mikla kviku þarf til þess að losa svona mikið af koltvísýringi en það er alveg ljóst að magn kviku í Kötlu er umtalsvert. Stærsta eldgos í skráðri sögu eldgosa í Kötlu hafði stærðina VEI=5. Eldgosið í Eldgjá var meira kvikueldgos heldur en öskugos og var stærsta eldgos í Kötlu í langan tíma. Það er ekki hægt að spá fyrir um eldgos í Kötlu með löngum fyrirvara. Þetta gildir einnig um aðrar eldstöðvar.

Frétt Rúv

Kvikusöfnun í Kötlu (Rúv.is)

Jarðskjálftahrina 88 til 90 km norður af Kolbeinsey í gær (8-September-2018)

Í gær (8-September-2018) varð kröftug jarðskjálftahrina 88 til 90 km norður af Kolbeinsey. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu þá mældust ekki nærri því allir þeir jarðskjálftar sem líklega urðu þarna. Stærsti jarðskjálftinn sem mældist var með stærðina 3,3. Það urðu samtals tíu jarðskjálftar sem voru stærri en 3,0 að stærð.


Jarðskjálftavirknin norður af Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Rúmlega 30 jarðskjálftar mældust í þessari jarðskjálftahrinu en líklega er heildartalan í raun mun hærri. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu þá mælast ekki minnstu jarðskjálftarnir sem koma fram. Vegna fjarlægðar frá landi þá er ekki hægt að segja til um það hvað var að gerast á þessu svæði.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Öræfajökli

Í gær (23-Ágúst-2018) hófst minniháttar jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftahrina virðist vera þróast með sama hætti og fyrri jarðskjálftahrinur sem hafa átt sér stað í Öræfajökli. Jarðskjálftahrinur eiga sér eingöngu stað í Öræfajökli þegar kvika er á ferðinni innan í eldstöðinni.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,2 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,9. Önnur jarðskjálftavirkni hefur verið með svipuðum hætti og áður og flestir jarðskjálftar hafa verið með stærðina 0,0 til 1,0. Kvikan sem er á ferðinni í Öræfajökli er mjög hægfara og sýnir það sig í þessari jarðskjálftavirkni sem er núna að koma fram.

Jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í dag (16-Ágúst-2018) hófst jarðskjálftahrina í Torfajökli klukkan 15:53. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa orðið hingað til í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina 3,8 og 3,3 og þessa stundina eru aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram minni í þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan í Torfajökli. Grænu stjörnurnar eru jarðskjálftar með stærðina 3,8 og 3,3. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina virðist vera ennþá í gangi og því er möguleiki á því að fleiri jarðskjálftar sem finnast muni koma fram fram. Stærstu jarðskjálftarnir fundust á nálægum ferðamannasvæðum.