Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og suð-austur af Bárðarbungu

Í gær (07-Mars-2018) var jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin var á tveim svæðum. Í sjálfri Bárðarbungu og síðan suð-austan við Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í sjálfri Bárðarbungu er eðlileg og tengist þenslu eldstöðvarinnar þar sem kvika er þessa stundina að streyma inn í kvikuhólf Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin á sér stað þegar kvikan þrýstir jarðskorpunni upp þegar kvikan flæðir inn í kvikuhólfið af miklu dýpi. Jarðskjálftahrinan suð-austur af Bárðarbungu er áhugaverðari. Þar er kvikuinnskot á ferðinni og það hefur verið virkt á þessu svæði í nokkur ár. Jarðskjálftavirkni í þessu kvikuinnskoti er ennþá á dýpinu 15 til 23 km en aukin jarðskjálftavirkni þýðir að hugsanlega sé aukin hætta á eldgosi á þessu svæði ef jarðskjálftavirknin minnkar ekki. Aukin kvikuvirkni í Bárðarbungu virðist hafa ýtt undir jarðskjálftavirkni í þessu kvikuinnskoti síðustu mánuði.

Það er mikil hætta á sterkum jarðskjálfta í Bárðarbungu á næstu dögum eða vikum.

Það var einnig áhugaverður atburður þegar jarðskjálftavirknin gekk yfir í Bárðarbungu. Það virðist sem að óróahviða hafi komið fram á miðbandinu (1-2Hz) þegar jarðskjálftahrinan átti sér stað. Þetta er mjög óvenjulegt. Hvað þetta þýðir er ekki augljóst á þessari stundu.


Óróahviðan sést nærri endanum (rauða, græna, bláa) á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Kröftug jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í gær (30-Janúar-2018) varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Í þessari jarðskjálftahrinu varð einnig stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu síðan 27-Október-2017. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,9 (klukkan 19:24), tveir jarðskjálftar urðu á undan þeim jarðskjálfta og voru með stærðina 3,7 (klukkan 17:49) og síðan kom jarðskjálfti með stærðina 3,8 (klukkan 18:00).


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið en síðasti jarðskjálfti varð klukkan 21:29. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa í kringum Bárðarbungu í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það virðist sem að norður-austur hluti Bárðarbungu sé að verða stöðugt óstöðugri með hverri jarðskjálftahrinunni sem verður á þessu svæði. Stærðir jarðskjálftanna sem verða eru einnig að vaxa en á sama er lengra á milli þessara jarðskjálftahrina. Tími milli jarðskjálftahrina getur núna farið upp í nokkrar vikur. Eftir að þessi jarðskjálftavirkni hófst í September-2015 þá voru svona jarðskjálftahrinu vikulegur atburður.

Kvikuinnskot suð-austur af Bárðarbungu

Í gær (21-Janúar-2018) kom fram kvikuinnskot suð-austur af Bárðarbungu. Þetta kvikuinnskot kom fram á svæði sem er aðeins utan við megineldstöðina og líklega utan við sjálft Bárðarbungu kerfið eins og það er sett fram á kortum í dag.


Kvikuinnskotið suð-austur af Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram var eingöngu með stærðina 1,2 en minnsta dýpi sem kom fram á 13,9 km og stærðin á þeim jarðskjálfta var eingöngu 0,8. Það er mitt mat að hættan á eldgosi á þessu svæði er að aukast eftir því sem þessi kvikuinnskotavirki heldur áfram. Það er ekki hægt að setja til um það hvenær eldgos verður á þessu svæði. Þetta svæði hefur verið virkt í talsverðan tíma núna og þarna verða regluleg kvikuinnskot.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (vika-03, 2018)

Í dag (15-Janúar-2018) varð jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Svona jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er orðin mjög reglulegur atburður og hefur verið það um lengri tíma núna. Jarðskjálftarnir í dag voru með stærðina 3,5 (klukkan 09:39) og síðan 3,3 (klukkan 09:47). Staðsetningin bendir til þess að frekari jarðskjálftavirkni sé að vænta í Bárðarbungu á næstu dögum í norður-austur hluta öskju Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að Bárðarbunga er ennþá að þenjast út eftir að eldgosinu lauk í Febrúar-2015 í Holuhrauni. Það er alveg ljóst að Bárðarbunga er að undirbúa eldgos en það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkt eldgos mun eiga sér stað.

Jarðskjálfti með stærðina 4,1 í Bárðarbungu

Þann 23-Desember-2017 klukkan 23:41 varð jarðskjálfti með stærðina 4,1 í Bárðarbungu. Þessa stundina hafa ekki neinir aðrir jarðskjálftar komið í kjölfarið.


Græna stjarnan sýnir upptök jarðskjálftans í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði er ekki útilokuð. Þar sem það hefur verið mjög mikil jarðskjálftavirkni í norður-austur hluta öskju Bárðarbungu frá því í September-2015.

Tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Aðfaranótt 20-Desember-2017 varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Jarðskjálftahrinan hófst klukkan 02:17 með jarðskjálfta sem var með stærðina 1,4. Fyrsti stóri jarðskjálftinn varð klukkan 04:57 og var með stærðina 4,1. Seinni stóri jarðskjálftinn var með stærðina 4,4 og átti sér stað klukkan 05:29. Allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð og það komu fram 40 til 48 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Grænu stjörnurnar sýna hvar jarðskjálftavirknin átti sér stað í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni var á hefðbundnu svæði í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Mikil jarðhitavirkni er á svæðinu og það bendir til þess að mikil kvika sér til staðar í eldstöðinni á grunnu dýpi. Það hefur ekki komið af stað litlum eldgosum ennþá en hugsanlegt er að slík eldgos verði án mikils fyrirvara (best er að fylgjast með litlum jarðskjálftum sem eru lengi á sama stað).

Djúp jarðskjálftavirkni er ennþá suð-austur (rauði punkturinn) af Bárðarbungu en dýpi þessar jarðskjálftavirkni virðist lítið breytast. Það bendir til þess að kvika sé að valda þessari jarðskjálftavirkni. Þessi jarðskjálftavirkni er alltaf á svipuðu dýpi og því ekki miklar líkur á eldgosi. Hinsvegar er hugsanlega hætta á eldgosi þarna í framtíðinni.

Jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Bárðarbungu

Síðastliðna nótt klukkan 02:41 varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Bárðarbungu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 11 km og engir aðrir jarðskjálftar fylgdu í kjölfarið. Þessi skortur á eftirskjálftum auk staðsetning eru óvenjulegar miðað við jarðskjálftavirkni síðustu mánaða í Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Mig grunar að núna sé að hefjast tími fleiri og stærri jarðskjálfta í Bárðarbungu. Síðasta slíka tímabil varð í haust þegar jarðskjálfti með stærðina 4,7 átti sér stað.

Jarðskjálfti með stærðina 4,1 í Bárðarbungu

Snemma í morgun (9.12.2017) varð jarðskjálfti með stærðina 4,1 í Bárðarbungu. Svona jarðskjálftahrinur eru núna mjög algengar í Bárðarbungu eftir eldgosið í Holuhrauni (2014 – 2015). Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 var stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu en nokkrum klukkutímum áður hafði orðið jarðskjálfti með stærðina 2,8.


Jarðskjálftavirknin í Báðarbungu. Þar sem jarðskjálftinn varð er merktur með grænni stjörnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin varð í suðurhluta öskju Bárðarbungu. Staðsetningin er á svæði þar sem tvær virkir sigkatlar eru til staðar og mikil jarðhitavirkni til staðar. Það er ekki vitað hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun koma af stað einhverju jökulflóði en ef það gerist þá er líklega ekki um mikið magn að ræða. Eftir að stærsti jarðskjálftinn varð þá dró verulega úr jarðskjálftavirkni á svæðinu (þangað til að jarðskjálftavirkni hefst á ný).

Tveir jarðskjálftar með stærðina 3,9 í Bárðarbungu

Í dag (21-Nóvember-2017) klukkan 13:53 og 13:55 urðu tveir jarðskjálftar með stærðina 3,9 í Bárðarbungu. Þessir jarðskjálftar urðu í norð-austanverði öskju Bárðarbungu þar sem jarðskjálftar verða oftast þar. Það á eftir að koma í ljós hvort að einhver breyting verður á leiðni í Jökulsá á Fjöllum í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það tekur jökulvatnið 9 klukkutíma að fara frá Upptyppingum til Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Ég veit ekki hversu langan tíma það tekur fyrir jökulvatnið að ná Upptyppingum frá jöklinum en það eru líklega nokkrir klukkutímar.


Jarðskjáftavirknin í Bárðarbungu í dag. Það er ekki mikil jarðskjálftavirkni í Öræfajökli þessa stundina en hugsanlegt er að slæmt veður komi í veg fyrir mælingar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eftirskjáfltanir sem komu fram mynda áhugaverða línu sem er nærri því vestur til austur í öskju Bárðarbungu. Ég hef ekki séð þetta áður að mig minnir til. Ég veit ekki hvort að þetta þýði eitthvað meira en bara það að þarna er líklega misgengi í eldstöðinni.

Staðan í Bárðarbungu og Jökulsá á Fjöllum

Leiðni er ennþá mjög há í Jökulsá á Fjöllum og hefur verið það síðan 14 Nóvember og eitthvað fyrir þann dag. Upptök þessarar háu leiðni í Jökulsá á Fjöllum er að finna í Bárðarbungu. Það er aðeins farið að draga úr leiðinni síðan toppurinn varð (ég veit ekki hvenær sá toppur var). Í fréttum gærdagsins var einnig sagt frá því að hitinn í að minnsta kosti einum katli er svo mikill að uppúr honum kemur gufa. Ég hef ekki heyrt neinar útskýringar á því frá leiðangri gærdagsins afhverju leiðnin er svona há í Jökulsá á Fjöllum.

Sú staðreynd að það er hverakerfi sem gefur frá sér gufu þýðir að orkustigið í Bárðarbungu kerfinu er mjög mikið þessa stundina og mestar líkur eru á því að losun á þessari orku verði í gegnum eldgos. Þessi auki jarðhiti hefur einnig aukið hættuna á litlum eldgosum í Bárðarbungu sem erfitt verður að staðfesta og gætu jafnvel ekki náð uppúr jöklinum nema að þau séu nærri einum af þeim kötlum sem hafa myndast.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbunugu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgosahrina hefst í Bárðarbungu.