Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og suð-austur af Bárðarbungu

Í gær (07-Mars-2018) var jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin var á tveim svæðum. Í sjálfri Bárðarbungu og síðan suð-austan við Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í sjálfri Bárðarbungu er eðlileg og tengist þenslu eldstöðvarinnar þar sem kvika er þessa stundina að streyma inn í kvikuhólf Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin á sér stað þegar kvikan þrýstir jarðskorpunni upp þegar kvikan flæðir inn í kvikuhólfið af miklu dýpi. Jarðskjálftahrinan suð-austur af Bárðarbungu er áhugaverðari. Þar er kvikuinnskot á ferðinni og það hefur verið virkt á þessu svæði í nokkur ár. Jarðskjálftavirkni í þessu kvikuinnskoti er ennþá á dýpinu 15 til 23 km en aukin jarðskjálftavirkni þýðir að hugsanlega sé aukin hætta á eldgosi á þessu svæði ef jarðskjálftavirknin minnkar ekki. Aukin kvikuvirkni í Bárðarbungu virðist hafa ýtt undir jarðskjálftavirkni í þessu kvikuinnskoti síðustu mánuði.

Það er mikil hætta á sterkum jarðskjálfta í Bárðarbungu á næstu dögum eða vikum.

Það var einnig áhugaverður atburður þegar jarðskjálftavirknin gekk yfir í Bárðarbungu. Það virðist sem að óróahviða hafi komið fram á miðbandinu (1-2Hz) þegar jarðskjálftahrinan átti sér stað. Þetta er mjög óvenjulegt. Hvað þetta þýðir er ekki augljóst á þessari stundu.


Óróahviðan sést nærri endanum (rauða, græna, bláa) á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.