Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga við Fagradalsfjall

Í dag (15-Desember-2019) klukkan 07:10 hófst jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga við Fagradalsfjall. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,5 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Í kringum 190 jarðskjálftar hafa mælst í þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga við Fagradalsfjall. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessar jarðskjálftar voru í jarðskorpunni og voru ekki tengdir kvikuhreyfingum og þarna er líklega hreyfing á sigdal sem er hugsanlega að myndast þarna. Það er ekki alveg ljóst hvort að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið eða ekki. Það er algengt að jarðskjálftahrinu þarna stoppi í nokkra klukkutíma og haldi svo áfram. Það er einnig þekkt að jarðskjálftahrinur þarna hætti snögglega.

Lítil jarðskjálftahrina norður af Grindavík

Í morgun (11-September-2019) varð lítil jarðskjálftahrina norður af Grindavík. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,4 og varð klukkan 06:06 og fannst í Grindavík.


Jarðskjálftahrinan norður af Grindavík (vestari stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hefðbundin flekavirkni á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga

Í dag (6-Febrúar-2019) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga. Síðasta eldgos í þessari eldstöð varð árið 1926 samkvæmt Global Volcanism Program og varði það eldgos í fimm daga en var úti fyrir ströndinni.


Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,8 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,6. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru minni að stærð.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga nærri Fagradalsfjalli

Í gær (19-Desember-2018) hófst jarðskjálftahrina nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,2. Þegar þessi grein er skrifuð er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn fannst í Grindavík en það er næst upptökum jarðskjálftahrinunnar. Yfir 160 jarðskjálftar hafa mælst hingað til í þessari jarðskjálftahrinu.

Jarðskjálftahrina í Bláfjöllum [uppfærð]

Í dag (13-September-2018) hófst jarðskjálftahrina í Bláfjöllum. Jarðskjálftahrinan byrjaði rólega og var eingöngu með smáskjálfta framan af degi. Klukkan 20:17 kom jarðskjálfti með stærðina 4,1 og fannst sá jarðskjálfti víða.


Jarðskjálftahrinan í Bláfjöllum. Græna stjarnan er jarðskjálftinn með stærðina 4,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan virðist ennþá vera í gangi. Það þýðir að ennþá er möguleiki á að það komi fram jarðskjálftar sem verða stærri en 3,0 á næstu klukkutímum til dögum.

Nýjar upplýsingar

Veðurstofa Íslands hefur uppfært fjölda og stærðir þeirra jarðskjálfta sem urðu í Bláfjöllum í gærkvöldi. Samkvæmt nýjustu upplýsingum þá urðu tveir jarðskjálftar með stærðina 4,1 og 4,2. Aðeins nokkrar sekúndur eru á milli þessara jarðskjálfta.


Nýjasta myndin af jarðskjálftavirkninni í Bláfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Grein uppfærð þann 14-September-2018 klukkan 13:24.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga (nærri Henglinum)

Í dag (11-Ágúst-2018) hófst jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga nærri Henglinum (án þess þó að vera í eldstöðinni Henglinum). Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi og stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið var með stærðina 2,6.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga (rauðu punktanir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvernig þessi jarðskjálftahrina mun þróast. Það er möguleiki á því að stærri jarðskjálftar muni eiga sér stað í þessari jarðskjálftahrinu.

Jarðskjálfti fannst í Grindavík í dag (18-Júní-2018)

Jarðskjálfti með stærðina 3,0 varð í dag (18-Júní-2018) 4,3 km norður af Grindavík og fannst þessi jarðskjálfti í Grindavík. Það voru nokkrir minni jarðskjálftar sem komu í kjölfarið á meginskjálftanum.


Jarðskjálftinn fyrir norðan Grindavík þann 18-Júní-2018. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er mjög algeng á þessu svæði. Þessi jarðskjálftavirkni er því ekkert sérstök að sjá.

Jarðskjálfti með stærðina 3,4 á Reykjanesskaga

Í dag (12-Febrúar-2018) klukkan 01:14 varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 á Reykjanesskaga. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst í nærliggjandi þorpum og bæjum.


Jarðskjálftinn á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í kjölfarið á þessum jarðskjálfta komu fram nokkrir eftirskjálftar og var stærsti eftirskjálftinn með stærðina 1,6. Það er hætta á frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með því að nota PayPal takkann hérna við hliðina og síðan er einnig hægt að styrkja mig beint með því leggja inná mig. Upplýsingar um bankareikninga er að finna hérna. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálfti með stærðina 3,5 rétt um 2,6 km frá Grindavík

Í gær (21-Janúar-2018) varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 rétt um 2,6 km frá Grindavík. Þessi jarðskjálfti fannst augljóslega í Grindavík. Dýpi þessa jarðskjálfta var rétt um 5,0 km.


Jarðskjálftinn rétt fyrir utan Grindavík (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti eftirskjálftinn sem kom fram var með stærðina 2,8 en allir aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það virðist sem að jarðskjálftahrinunni sé lokið í bili. Það er þó alltaf hætta á fleiri jarðskjálftum á þessu svæði vegna þeirra afla sem eru þarna á ferðinni í jarðskorpunni.

Jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum

Síðan um helgina hefur verið jarðskjálftahrina í Breinnisteinsfjöllum (tengill á Wikipedia hérna). Þessi jarðskjálftahrina hefur ekki verið neitt rosalega stór í stærð jarðskjálfta en það hafa komið fram um 130 jarðskjálftar þessa stundina. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram var með stærðina 2,8 en allir aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan í Breinnisteinsfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þeir jarðskjálftar sem hafa orðið virðast margir vera bland jarðskjálftar og þeir fáu jarðskjálftar sem ég hef mælt bera þess merki. Blandjarðskjálfti er þegar kvika og jarðskorpa veldur jarðskjálftanum og ber hann því merki bæði kvikuhreyfinga og jarðskorpuhreyfinga. Síðasta eldgos í Breinnisteinsfjöllum varð árið 1341 en ég hef ekki miklar aðrar upplýsingar um það eldgos eða önnur eldgos sem hafa orðið í þessu eldstöðvarkerfi þessa stundina. Þessi jarðskjálftahrina er mjög staðbundin en hefur færst aðeins suður síðan hún hófst um helgina. Þessa stundina er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi, þessa stundina er hlé á jarðskjálftahrinunni og því engir jarðskjálftar að koma fram.