Jarðskjálftahrina í Öræfajökli (21-Júní-2018)

Daginn eftir að aukning varð í jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftahrina var aðeins stærri en jarðskjálftahrinan sem varð í gær (20-Júní-2018).


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,6 en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Stærsti jarðskjálftinn fannst á nálægum sveitabýlum.

Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum

Vegna bilunar í tölvubúnaði þá verður jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum óvirkur þangað til ég hef efni á að uppfæra stöðina í Raspberry Shake búnað. Á þessari stundu veit ég ekki hvenær það gerist en þar sem þetta er öðruvísi uppsetning þá krefist það þess að ég sé með aðal jarðskjálftatölvuna mína í gangi og þessa stundina er það ekki möguleiki hjá mér vegna aðstæðna. Ég mun fá aðal-jarðskjálfta tölvuna í gang aftur þegar ég flyt til Danmerkur eða Þýskalands eftir nokkra mánuði (vona ég) frá Íslandi.

Jarðskjálftahrina í Öræfajökli í dag (20-Júní-2018)

Í dag (20-Júní-2018) varð lítil jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Núverandi jarðskjálftahrina er talsvert öðruvísi heldur en jarðskjálftahrinan sem varð mánuðina og vikunar á undan eldgosinu í Eyjafjallajökli.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessar jarðskjálftahrinu var með stærðina 1,8 og voru allir aðrir jarðskjálftar minni að stærð. Flestir jarðskjálftar voru með stærðina 0,5 og dýpið var í kringum 5 til 6 km. Þetta bendir til þess að mínu mati að Öræfajökull gæti valdið meiriháttar vandræðum í framtíðinni.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í gær (29-Maí-2018) varð jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Þessi aukning sem varð núna í jarðskjálftavirkni í Öræfajökli var í samræmi við það sem hefur sést áður undanfarna mánuði.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,1. Aðrir jarðskjálftar voru minni og var stærð þeirra frá 0,0 og upp í 1,0.

Ný jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í nótt (10-Maí-2018) varð jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftahrina var ekki stór eins og gerist almennt með jarðskjálftahrinur í Öræfajökli um þessar mundir. Minna en tugur jarðskjálfta átti sér stað í þessari jarðskjálftahrinu. Þessa stundina er engin jarðskjálftavirkni að eiga sér stað í Öræfajökli.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 1,5 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,4 en allir aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. Þessa stundina þá virðist sem að svona jarðskjálftahrinur séu hefðbundinn hluti af virkni Öræfajökuls. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eða spá fyrir um hvenær það breytist.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í dag (06-Maí-2018) og í gær (05-Maí-2018) var jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Jarðskjálftavirknin í gær var stærri en jarðskjálftavirknin í dag. Stærsti jarðskjálftinn í gær var með stærðina 1,5 en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 1,1 en allir aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað voru minni að stærð. Jarðskjálftahrinan í dag var einnig minni en í gær.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli er lítil eins og stendur og ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi þessa stundina. Jarðskjálftavirkni er hinsvegar talsvert yfir bakgrunnsvirkni í Öræfajökli um þessar mundir. Fyrir einhverju síðan þá breytti Veðurstofan öryggistigi Öræfajökuls úr gulu yfir í grænt.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og Tungnafellsjökli

Þessi grein fjallar um tvær eldstöðvar. Það er einnig talsverð jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu þessa stundina en það verður sér grein ef þörf er á því.

Öræfajökull

Þessa stundina er nærri því stöðug jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina 2,0 og annar stærsti jarðskjáfltinn var með stærðina 1,2.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli síðustu 15 dagana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sem ég hef áhyggjur af er að Öræfajökull virðist vera kominn í annað stig í því ferli áður en eldgos verður. Þessu er lýst vel í þessari grein hérna byggt á rannsókn frá USGS. Greinina er hægt að lesa hérna á ensku. Seismic patterns help forecast eruptions from quiet stratovolcanoes

Tungnafellsjökull

Það hefur einnig verið lítil jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli síðustu klukkutíma og daga. Það er óljóst hvað er að valda þessum jarðskjálftum í Tungnafellsjökli á þessari stundu. Það er hugsanlegt að hérna sé um að ræða spennubreytingar í jarðskorpunni vegna Bárðarbungu og eldgossins 2014 til 2015.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og Tungnafellsjökli. Þarna sést einnig jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og staðan er núna þá er ég ekki að reikna með eldgosi í nálægri framtíð í Tungnafellsjökli.

Snögg aukning í jarðskjálftum í Öræfajökli (hefur róast á ný)

Aðfaranótt 9-Apríl-2018 varð snögg aukning í jarðskjálftum í Öræfajökli. Það hefur aftur dregið úr þessari virkni á ný. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 1,5 en aðrir jarðskjálftar sem urðu náðu flestir ekki stærðinni 1,0. Dýpi þessara jarðskjálfta virðist hafa verið í kringum 6 til 8 km en það virðist vera erfitt af einhverjum ástæðum að fá nákvæmt dýpi á þessa jarðskjálfta. Ég veit ekki afhverju það er. Fjöldi jarðskjálfta í þessari hrinu var 22.


Jarðskjálftavirkni síðustu 15 daga í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli síðan árið 2005. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirkni síðustu 48 klukkutíma í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki afhverju núverandi jarðskjálftamunstur kemur fram í Öræfajökli. Hinsvegar lýst mér ekkert á þessa þróun í Öræfajökli eins og þetta er að koma fram núna í eldstöðinni og mig grunar að svona jarðskjálftahrinur séu að verða algengari í Öræfajökli en áður var. Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að mig grunar ekki alla söguna um það sem er að gerast í Öræfajökli núna um þessar mundir. Það hefur ekki orðið nein sjáanleg breyting á leiðni í jökulám frá Öræfajökli.

Mánaðarlegt yfirlit yfir virknina í Öræfajökli – Mars 2018

Hérna er stutt yfirlit yfir jarðskjálftavirknina í Öræfajökli.

Í síðasta mánuði þá hélt jarðskjálftavirknin áfram í Öræfajökli og hefur þessi jarðskjálftavirkni verið að mestu leiti stöðug og meirihluti allra þeirra jarðskjálfta sem hafa átt sér stað eru mjög litlir jarðskjálftar. Flestir með stærðina 0,0 til 1,0. Einn jarðskjálfti með stærðina 2,8 átti sér stað og síðan kom fram einn jarðskjálfti með stærðina 3,0 (grein um þann jarðskjálfta er að finna hérna).


Jarðskjálftavirknin í gær í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þar sem um er að ræða mjög litla jarðskjálfta þá hverfa þeir í vindhávaðann þegar sterkur vindur eða stormur er á svæðinu. Þar sem það styttist í sumarið þá dregur úr tíðni storma á svæðinu og því batna aðstæður til jarðskjálftamælinga í kjölfarið. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi eins og stendur. Það er eingöngu þegar stórum og litlum jarðskjálftum fer að fjölga mjög hratt að ljóst er að eldgos sé yfirvofandi. Hinsvegar er nauðsynlegt að fylgjast með þeirri jarðskjálftavirkni sem á sér núna stað í Öræfajökli til öryggis.

Jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Öræfajökli

Í dag (24-Mars-2018) klukkan 16:32 varð jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Öræfajökli. Undanfarnar vikur hefur verið mikið um litla jarðskjálfta í Öræfajökli og hefur sú jarðskjálftavirkni verið nær stöðug síðustu vikunar.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst þessa stundina hvort að einhver breyting sé að eiga sér stað í Öræfajökli. Það hefur orðið örlítil aukning í jarðskjálftum sem eru stærri en 1,5 síðustu daga. Í heildina þá hefur ekki orðið mikil breyting í jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Jarðskjálftavirknin hefur hinsvegar verið stöðug með smáskjálftum undanfarnar vikur og það er spurning hvort að það boði vandræði í nálægri framtíð.

Jarðskjálftinn með stærðina 3,0 fannst í Öræfasveit samkvæmt Veðurstofu Íslands.

Áframhaldandi jarðskjálftahrina í Öræfajökli, ný jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli

Jarðskjálftahrinan sem hófst í Öræfajökli þann 25-Febrúar-2018 heldur áfram. Flestir af þeim jarðskjálftum sem koma fram eru litlir, flestir eru minni en 1,0 að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli og Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldstöðin Tungnafellsjökull

Norð-vestur af Öræfajökli er eldstöðin Tungnafellsjökull. Þar hefur jarðskjálftavirkni tekið sig upp aftur eftir talsvert hlé. Flestir jarðskjálftar sem verða þar eru einnig mjög litlir og langflestir eru minni en 1,0 að stærð. Eftir eldgosið í Bárðarbungu 2014 – 2015 jókst jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli en það var einnig mikil jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli á meðan eldgosið í Bárðarbungu stóð yfir vegna spennubreytinga í jarðskorpunni. Það er líklegt að núverandi jarðskjálftavirkni sé vegna spennubreytinga í jarðskorpunni.