Jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Öræfajökli

Í dag (24-Mars-2018) klukkan 16:32 varð jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Öræfajökli. Undanfarnar vikur hefur verið mikið um litla jarðskjálfta í Öræfajökli og hefur sú jarðskjálftavirkni verið nær stöðug síðustu vikunar.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst þessa stundina hvort að einhver breyting sé að eiga sér stað í Öræfajökli. Það hefur orðið örlítil aukning í jarðskjálftum sem eru stærri en 1,5 síðustu daga. Í heildina þá hefur ekki orðið mikil breyting í jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Jarðskjálftavirknin hefur hinsvegar verið stöðug með smáskjálftum undanfarnar vikur og það er spurning hvort að það boði vandræði í nálægri framtíð.

Jarðskjálftinn með stærðina 3,0 fannst í Öræfasveit samkvæmt Veðurstofu Íslands.