Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Aðfaranótt 22-Desember-2017 varð lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ) suð-austur af Flatey. Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,9 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,5. Allir aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.

Lítil jarðskjálftahrina í vestari hluta Tjörnesbrotabeltsins

Aðfaranótt 6-Desember-2017 varð lítil jarðskjálftahrina í vestari hluta Tjörnesbrotabeltisins. Nokkrir jarðskjálftar komu fram og fundust á Siglufirði og Ólafsvík. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,1 en annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,8.


Jarðskjálftavirknin er þar sem græna stjarnan er til staðar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Aðrir jarðskjálftar sem komu fram í þessari jarðskjálftahrinu voru minni að stærð. Það er misgengi á þessu svæði og því má búast við jarðskjálftavirkni á svæðinu.

Jarðskjálfti með stærðina 3,4 á Tjörnesbrotabeltinu í síðastliðna nótt

Síðastliðna nótt (aðfaranótt 18-Nóvember-2017) klukkan 01:01 varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 á Tjörnesbrotabeltinu. Jarðskjálfti með stærðina 2,2 varð klukkan 00:30 og er það forskjálfti að síðari jarðskjálftanum. Það komu eingöngu fram tveir jarðskjálftar og eingöngu síðari jarðskjálftinn fannst á Siglufirði.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu síðastliðna nótt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ekki hafa komið fram frekari jarðskjálftar á þessu svæði síðan síðustu nótt.

Stakur jarðskjálfti með stærðina 3,7 í vestari hluta Tjörnesbrotabeltisins

Í gær (13-Nóvember-2017) varð jarðskjálfti með stærðina 3,7 í vestari hluta Tjörnesbrotabeltisins. Þetta var stakur jarðskjálfti og kom hvorki forskjálfti eða eftirskjálfti í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,7 varð þar sem græna stjarnan er til staðar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti fannst á Siglurfirði, Ólafsvík og síðan kom ein tilkynning frá Hofsósi um að jarðskjálftinn hafi fundist þar.

Minniháttar jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ) nærri Kópaskeri

Í dag (08-Nóvember-2017) varð lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu nærri Kópaskeri. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,0 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,2 (forskjálfti).


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu en græna stjarnan sýnir staðsetningu virkinninnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að jarðskjálftahrinunni sé lokið í bili en þarna hefur verið jarðskjálftavirkni á undanförnum mánuðum með hléum. Það eru góðarlíkur á því að það virknimunstur muni halda áfram á næstu vikum.

Kröftug jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu snemma í morgun (18-Október-2017)

Í dag (18-Október-2017) varð jarðskjálfti með stærðina 3,8 – 3,9 í Grímsey klukkan 06:00 í morgun og hefur líklega vakið eitthvað af því fólki sem býr í Grímsey af værum svefni. Klukkan 05:01 hafði orðið jarðskjálfti með stærðina 2,9 í Grímsey og síðustu 48 klukkustundirnar hafa orðið 105 jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu. Það virðist sem að stærsti jarðskjálftinn hafi verið frekar norðarlega í Grímsey á svæði þar sem enginn býr. Engu að síður varð þessi jarðskjálfti mjög nærri byggð.


jarðskjálftavirknin í Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni hófst á Tjörnesbrotabeltinu þann 05-Október-2017 og skrifaði ég um þá virkni hérna. Síðan þá hefur þessi jarðskjálftavirkni verið stöðugt í gangi þó aðeins hafi dregið úr fjölda jarðskjálfta um tíma. Jarðskjálftinn í morgun endurvirkjaði þessa jarðskjálftahrinu og fjöldi jarðskjálfta jókst umtalsvert í kjölfarið. Síðan um klukkan 19:00 hefur aðeins dregið aftur úr jarðskjálftavirkninni en þessi jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi í Grímsey þegar þessi grein er skrifuð. Hugsanlegt er að þarna verði fleiri sterkir jarðskjálftar.

Áframhald á jarðskjálftahrinu á Tjörnesbrotabeltinu

Síðan 05-Október-2017 hefur verið jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina hefur verið svo til beint undir Grímsey. Yfir 120 jarðskjálftar hafa orðið í þessari hrinu á þessari stundu. Stærstu jarðskjálftarnir hafa verið með stærðina 3,9 (05-Október) og síðan 3,5 (06-Október) og síðan 3,0 (06-Október). Það eru góðar líkur á því að síðasta klukkutímann hafi orðið jarðskjálfti sem er nærri því með stærðina 3,0 eða verður á næstu klukkutímum.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu síðan 05-Október-2017. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir hafa fundist af íbúum Grímseyjar og jarðskjálftinn aðfaranótt föstudag vakti íbúa Grímseyjar upp af svefni sá jarðskjálfti var með stærðina 3,5. Engar skemmdir hafa ennþá orðið vegna þessar jarðskjálftahrinu í Grímsey. Þessi jarðskjálftahrina er staðsett rúmlega 1 til 3 kílómetra frá byggðinni í Grímsey. Stærri jarðskjálftar sem eru 3,0 eða stærri á Tjörnesbrotabeltinu munu koma fram jarðskjálftamælum sem ég er með og er hægt að skoða hérna. Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum er sá jarðskjálftamælir sem nær jarðskjálftum á norðurlandi best.

Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (austan við Grímsey)

Í gær (01-Október-2017) varð jarðskjálftahrina austur af Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,6 en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í kringum 55 jarðskjálftar urðu í þessari jarðskjálftahrinu á Tjörnesbrotabeltinu. Á þessu svæði Tjörnesbrotabeltisins er mjög mikil virkni og verða þarna oft jarðskjálftahrinur á hverju ári.

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni norð-austan við Flatey á Skjálfanda

Jarðskjálftavirkni sem hófst í Mars 2017 norð-austan við Flatey á Skjálfanda heldur áfram. Ég veit ekki hversu margir jarðskjálftar hafa átt sér stað síðan ég skrifaði síðast um þetta en þá voru komnir fram í kringum 800 jarðskjálftar í þessari virkni og það var fyrir rúmlega mánuði síðan. Þessi vökvi sem er líklega að ýta sér þarna upp á milli misgengja er að mínu mati kvika, hvort að þetta muni valda eldgosi er eitthvað sem ekki er hægt að spá fyrir um. Á þessari stundu virðist kvikan vera föst á 10 km dýpi (í kringum það dýpi). Hvers vegna það er raunin veit ég ekki.


Jarðskjálftavirknin við Flatey á Skjálfanda. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er fátt sem bendir til þess að jarðskjálftavirkin á þessu svæði sé að fara hætta á þessari stundu. Það er einnig áhugavert að kvikan sem er þarna á ferðinni virðist ekki vera komin hærra upp í jarðskorpuna, kvikan er nefnilega fer upp á milli tveggja misgengja sem er þarna á svæðinu og því ætti leiðin upp á yfirborð að vera nokkuð greið ef ekkert annað er að stoppa kvikuna (sem er eitthvað sem ekki er hægt að segja til um). Á þessari stundu er jarðskjálftavirknin takmörkuð við litla jarðskjálftavirkni og það er líklegt að kvikan sem er þarna á ferðinni skorti þrýsting til þess að ýta sér upp á yfirborðið á þessari stundu. Á þessu svæði eru ekki neinar þekktar eldstöðvar eða eldgos.

Vökvi (fluid) ástæða langtíma jarðskjálftahrinu norð-austan við Flatey á Skjálfanda, Tjörnesbrotabeltinu

Í Mars-2017 hófst jarðskjálftahrina norð-austan við Flatey á Skjálfanda. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram í þessari hrinu mældist með stærðina 2,5 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð. Í heildina hafa um 800 jarðskjálftar mælst síðan í Mars-2017.


Jarðskjálftavirknin fyrir norð-austan Flatey á Skjálfanda. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru tvö misgengi að verki hérna, annað vísar næstum því beint norður og er lóðrétt. Hitt er í stefnuna NV-SV og er með stefnuna 145 gráður austur og er með horn stefnuna 60 til 70 gráður. Dýpið er í kringum 10,5 km til 11,5 km. Síðan jarðskjálftavirknin hófst í Mars þá hefur jarðskjálftavirknin aðeins færst norður og grynnst.


NV-SV misgengið þar sem jarðskjálftahrinan er norð-austur af Flatey á Skjálfanda. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Misgengið sem vísar norður og er nærri því lóðrétt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þær vísbendingar sem hafa komið fram í þessari jarðskjálftahrinu eru þær að hérna sé um að ræða jarðskjálftahrinu sem stafar af einhverjum vökva sem er að troða sér upp í jarðskorpuna á þessu svæði. Hvernig vökva er um að ræða er ekki hægt að vita. Á þessu svæði eru engin þekkt eldfjöll og þarna hafa aldrei verið skráð eldgos. Hvaða vökva er um að ræða þá er að mínu áliti ekki um að ræða marga möguleika, þarna gæti verið um kviku að ræða en einnig er hugsanlegt að um sé að ræða vatn undir þrýstingi sem sé að troða sér upp jarðskorpuna.


Jarðskjálftavirknin norð-austur af Flatey á Skjálfanda síðan í Mars-2017 til Júní-2017. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.