Jarðskjálftahrina vestur af Langjökli

Fyrir nokkrum vikum síðan byrjaði jarðskjálftahrina vestur af Langjökli. Sú jarðskjálftahrina hætti síðan en hefur núna tekið sig upp aftur á sama stað og það virðist sem að styrkur þeirra jarðskjálfta sem eiga sér stað sé að aukast. Fyrst þegar jarðskjálftahrinan varð, þá voru stærðir jarðskjálftana oftast í kringum 1,0 en eru núna oftast í kringum 2,0.


Jarðskjálftahrinan vestur af Langjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina hefur öll merki þess að hérna sé um að ræða innanflekajarðskjálftahrinu en staðsetning á þessari jarðskjálftarhinu gerir talsvert erfitt að meta hvort að það sé raunin. Þarna eru ekki merktar inn neinar sprungur sem bendir til þess að ekki hefur orðið stór jarðskjálftahrina á þessu svæði í mjög langan tíma.

Tvær jarðskjálftahrinur í dag (02-Júní-2017)

Í dag (02-Júní-2017) hafa tvær jarðskjálftahrinur verið í gangi.

Vestara brotabeltið

Á jaðri svæðis sem ég kalla persónulega Vestara brotabeltið hefur lítil jarðskjálftahrina verið í gangi í dag og síðustu daga. Þetta brotabelti er á milli Langjökuls og Snæfellsnes og síðan Snæfellsnes og upp að Táknafirði þar sem það endar. Stundum verða jarðskjálftar þarna með stærðina 5,5.


Jarðskjálftahrinan vestan við Langjökul. Enginn af þeim jarðskjálftum sem hafa komið fram hingað til hafa náð stærðinni 2,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Herðubreið – Herðubreiðartögl

Í dag hefur einnig verið jarðskjálftahrina í Herðubreið og Herðubreiðartöglum. Þetta hefur ekki verið mjög stór jarðskjálftahrina og ég held að enginn jarðskjálfti hafi náð stærðinni 2,0 eins og staðan er í núna. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þannig að stærðir jarðskjálfta er líkleg til þess að breytast.


Jarðskjálftahrinan í Herðubreið og Herðubreiðartöglum í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er vitað að kvika er þarna undir og er að teygja sig hægt og rólega í áttina að þessu svæði en það er ekkert sem bendir til þess að kvikan sé farin að nálgast yfirborðið og flest bendir til þess að kvikan sé ennþá á 10 til 15 km dýpi. Jarðskjálftahrinur á þessu svæði vara stundum hátt í tvær vikur á þessu svæði.

Skaftárhlaup og önnur virkni

Ég hef ekki tíma til þess að skrifa langa grein núna

Skaftárhlaup er að mestu lokið eins og hefur komið fram í fréttum. Flóðið er ennþá í gangi þó svo að mjög hafi dregið úr því eins og komið hefur fram í fréttum. Hægt er að sjá myndir af því tjóni sem flóðið hefur valdið á einni brú hérna (Vísir.is). Hægt er að fá upplýsingar um vatnsmagn flóðsins hérna (mbl.is)

Bárðarbunga

Það virðist sem að jarðskjálftavirkni sé að aukast í Bárðarbungu. Það er ekki ljós hversu mikil aukning á virkni á sér stað þarna. Líklegt er að kvika sé búin að streyma í það miklu magni inn í eldstöðina að þrýstingur er aftur farinn að aukast. Þó hugsanlegt sé að ennþá sé langt í eldgos. Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram í þessari viku var með stærðina 3,1.

151004_1635
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni við Hveravelli

Fyrr í þessari viku varð jarðskjálftahrina við Hveravelli. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,5 (eða í kringum þá stærð, vegna vinnu þá gat ég ekki fylgst almennilega með þessari virkni). Það er ekki ljóst afhverju þessi jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað.

151003_1200
Jarðskjálftavirknin við Hveravelli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vesturlands brotabeltið (WFZ)

Í gær (04-Október-2015) hófst jarðskjálftahrina á Vesturlands brotabeltinu (WFZ). Það er ekki ljóst afhverju þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað en mér sýnist að hún eigi sé að eiga sér stað í kulnaðri eldstöð sem er þarna á svæðinu. Það er hætta á því að jarðskjálftahrinan þarna vari í lengri tíma, þar sem jarðskjálftar eru mjög sjaldgæfir á þessu. Jarðskjálftahrina á þessu svæði gæti varað í vikur til mánuði hið lengsta ef mikil spenna er í jarðskorpunni. Þó er hugsanlegt að jarðskjálftavirkni þarna hætti eftir nokkra daga.

151004_1520
Jarðskjálftavirkni á Vesturlands brotabeltinu (WFZ). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er einnig hætta á stærri jarðskjálftum á þessu svæði ef mikil hreyfing fer af stað þarna. Ég þekki ekki sögu þessa svæðis varðandi það atriði.

Jarðskjálftahrina á Vestra brotabeltinu

Sjaldgæf jarðskjálftahrina hefur undanfarna daga verið að eiga sér stað á Vestra brotabeltinu, þetta brotabelti er mjög sjaldan virkt og jarðskjálftahrinu þar eiga það til að vara allt upp í tvö mánuði. Stærðir jarðskjálfta þarna geta farið upp í 5,0 að stærð. Jarðskjálftar í þessari hrinu virðast hafa náð niður á 20 km dýpi, það er þó ekki alveg örugg tala hjá mér (þar sem ég gleymdi að skrá niður dýpi jarðskjálftana síðan á Sunnudag). Þetta brotabelti er staðsett á milli vestra eldgosabeltisins (Langjökull og nágrenni) og Snæfellsnes. Þegar jarðskjálftahrinur eiga sér stað þá geta þeir náð stærðinni 5,0.

150707_2230
Jarðskjálftahrinan í Vestra jarðskjálftabrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög erfitt að segja til um það hversu lengi þessi jarðskjálftahrina mun vara, vegna skorts á gögnum um þetta svæði. Ég reikna hinsvegar með að þessi jarðskjálftahrina muni vara í nokkra daga í viðbót hið minnsta. Lengsta jarðskjálftahrina sem ég veit um á vestra brotabeltinu varði í tvo mánuði og þar urðu jarðskjálftar sem náðu stærðinni 4,0.