Tvær jarðskjálftahrinur í dag (02-Júní-2017)

Í dag (02-Júní-2017) hafa tvær jarðskjálftahrinur verið í gangi.

Vestara brotabeltið

Á jaðri svæðis sem ég kalla persónulega Vestara brotabeltið hefur lítil jarðskjálftahrina verið í gangi í dag og síðustu daga. Þetta brotabelti er á milli Langjökuls og Snæfellsnes og síðan Snæfellsnes og upp að Táknafirði þar sem það endar. Stundum verða jarðskjálftar þarna með stærðina 5,5.


Jarðskjálftahrinan vestan við Langjökul. Enginn af þeim jarðskjálftum sem hafa komið fram hingað til hafa náð stærðinni 2,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Herðubreið – Herðubreiðartögl

Í dag hefur einnig verið jarðskjálftahrina í Herðubreið og Herðubreiðartöglum. Þetta hefur ekki verið mjög stór jarðskjálftahrina og ég held að enginn jarðskjálfti hafi náð stærðinni 2,0 eins og staðan er í núna. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þannig að stærðir jarðskjálfta er líkleg til þess að breytast.


Jarðskjálftahrinan í Herðubreið og Herðubreiðartöglum í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er vitað að kvika er þarna undir og er að teygja sig hægt og rólega í áttina að þessu svæði en það er ekkert sem bendir til þess að kvikan sé farin að nálgast yfirborðið og flest bendir til þess að kvikan sé ennþá á 10 til 15 km dýpi. Jarðskjálftahrinur á þessu svæði vara stundum hátt í tvær vikur á þessu svæði.