Vikuleg jarðskjálftahrina í Bárðarbungu (01-Júní-2017)

Í dag (01-Júní-2017) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina var á hefðbundum stað í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Það komu fram tveir jarðskjálftar með stærðina 3,2 og einn jarðskjálfti með stærðina 3,6. Aðrir jarðskjálftar sem urðu voru smærri að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu í dag (01-Júní-2017). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu er núna farin að nálgast það að vera vikuleg aftur, yfirleitt verður einn jarðskjálfti en yfirleitt koma fram nokkrir jarðskjálftar í einu og þá eru þeir flestir stærri en 3,0 að stærð. Hvað þessi aukna virkni þýðir er óljóst á þessari stundu.