Jarðskjálfti langt austur af Íslandi

Í dag (30-Maí-2017) skráði Veðurstofa Íslands jarðskjálfta með stærðina 3,8 rúmlega 370 km austur af Íslandi. Þessi jarðskjálfti er skráður á svipaða svæði og aðrir jarðskjálftar sem mældust á sama svæði fyrir nokkrum dögum síðan. Hugsanlegt er að staðsetningin sé ekki nákvæm vegna fjarlægðar jarðskjálftans frá SIL mælaneti Veðurstofu Íslands. Þessi jarðskjálfti hefur ekki verið skráður af EMSC.


Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans langt austur af Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þarna virðist eiga sér stað innanflekajarðskjálftavirkni sem gerist stundum. Á Íslandi gerist þetta einnig stöku sinnum, síðasta stóra jarðskjálftahrina varð við Djúpavík á Ströndum árið 2006 og varði í rúmlega eina og hálfa viku. Hvað er að gerast þarna djúpt austur af Íslandi er að mestu leiti óþekkt vegna fjarlægðar frá mælaneti Veðurstofu Íslands og eingöngu stærstu jarðskjálftarnir mælast á mælaneti Veðurstofu Íslands.