Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (27-Maí-2017)

Í dag (27-Maí-2017) klukkan 09:36 varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 í Bárðarbungu. Dýpi þessa jarðskjálfta var í kringum 7 km. Það komu fram aðrir jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu en þeir voru allir minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu, græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 3,9. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum þá er ennþá mikill hiti í Bárðarbungu, þá sérstaklega í öskjubarminum og bendir það til þess að Bárðarbunga sé ekki ennþá farin að kólna eftir eldgosið í Holuhrauni. þessi mikla virkni bendir til þess að líklega sé núverandi eldgosatímabili í Bárðarbungu sé ekki lokið og hugsanlegt að langt sé í að því ljúki.