Jarðskjálftahrina ~338 kílómetra austur af Íslandi

Síðustu 24 klukkutímana hefur líklega verið jarðskjálftahrina rúmlega 338 kílómetra austur af Íslandi. Aðeins tveir jarðskjálftar hafa mælst og voru þeir með stærðina 3,1 og 3,2 en vegna fjarlægðar þá hafa ekki aðrir jarðskjálftar mælst.


Jarðskjálftavirknin sem er austur af Íslandi. Þessi jarðskjálftavirkni er svo langt frá Íslandi að hún er í raun nær Færeyjum en Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég hef afskaplega litla þekkingu hvað er á þessu svæði. Þarna norðar er hinsvegar Ægishryggur (Wikipedia á ensku) sem er kulnað eldgosahryggur og rekbelti. Þessi jarðskjálftavirkni er fyrir utan þann hrygg en ekki mjög langt. Það er mjög líklegt að þessi jarðskjálftavirkni sé innanfleka-jarðskjálftavirkni sem verður einstaka sinnum á svona svæðum, sérstaklega þar sem þetta svæði hefur ekki verið virkt í milljónir ára samkvæmt rannsóknum.